"Sértu velkominn heim...yfir hafið og heim"

Það ómuðu tónar úr smiðjunni í gær. Fagrir tónar flæddu úr kaffistofunni þó ekki væri þar mann að sjá. Þegar litið var innum gættina mátti sjá hvaðan tónaflóðið kom - í ein horninu var eldri kona við þrif - lá á hnjánum og skrúbbaði gólf - með höfuðklút og svuntu!

Ekki passaði þó hvellur tenórinn við útlit skúringarkonunnar - enda kom í ljós þegar skúringarkonan varð gestsins vör að hér var engin kona á ferð - heldur var það Maggút sjálfur mættur - í múnderingu með skúringargræjurnar - kominn til að þrífa og lá vel á honum. Hann ætlaði að taka á móti Braga með pompi og prakt - þegar Bragi kæmi heim úr siglingunni - á mánudaginn næstkomandi. Og upphóf hann nú raust sína "sértu velkominn heim...yfir hafið og heim"....

Þó var eitt vandamál sem Maggút glímdi við - hversu mörg kerti hann ætti að hafa á kaffiborðinu....eitt..tvö...nú eða fleiri....

Gesturinn kímdi - sagði svo Maggút að Bragi kæmi ekki heim fyrr en á þriðjudag. Maggút þusti á fætur, reif af sér svuntuna og gúmmíhanskana  - tætti af sér hárklútinn og blótaði hressilega. Gat nú verið að Bragi léti bíða eftir sér... kannski væri bara  eins gott að hann kæmi ekki neitt....andskotinn hafiða.

Þegar gesturinn kvaddi og hélt heim á leið mátti heyra hvellri röddu í kaffistofunni "ertu kominn aftur, landsins forni fjandi".....og blótgusa fylgdi í kjölfarið....

Já, það er eftirvænting í loftinu á loftinu hjá Braga.

Og ég tek mér orð Maggúts í munn þegar ég segi "sagan er sönn, Óli frá Gjögri sagði mér hana...ekki lýgur hann....".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Þær eru yndislegar sögurnar af Maggúd,hann er svo skemmtilegur. Óli kann að seiga frá, færir kannski stílinn, sem er bara betra. Takk fyrir mig.

Rannveig H, 20.9.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Unnur R. H.

heheh bara góður

Unnur R. H., 20.9.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Nei það er þó satt...Óli segir alltaf satt og rétt frá...muuuuhaaaaa...

Agnes Ólöf Thorarensen, 21.9.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband