Fimmtudagur, 18. september 2008
Samkeppnin harðnar á markaðnum - yfirtökuskilda handan við hornið!
Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að markaðurinn er í molum - heimsþekkt fyrirtæki leggjast á hliðina - þá hægri segja sumir en þá vinstri aðrir. Svo dæmir hver fyrir sig. Þetta ku vera kreppa.
Við hér fyrir Vestan höfum ekki farið varhluta af þessu ástandi - kreppunni á markaði.
Á kaffistofumarkaðnum!
Það er nefnilega svo að ein helsta kaffistofa bæjarins hefur verið við það að leggjast á hliðina - stjórinn sigldur og í fá hús að vernda fyrir "hásetana".
Og svo þegar ég leit við á kaffistofunni í gær þá sátu þar tvær hræður - þögular og þungbrýndar. Kaffi var á könnunni - ílla uppáhelt og enginn til taka við skömmunum - því ekkert betra var í boði - stemningin var svo dauf að það hefði mátt heyra saumnál detta - í félagsskapnum þar sem venjulega hefði ekki mátt heyra saumavél detta! já slík var þögnin.....
Ekki var ég búinn að dvelja lengi þegar gest bar að garði - já og þá gerist það - í ljós kemur að óvæntur samkeppnisaðili nýtir sér fákeppnina og býður til veislu - ekkert kex drasl - nei gúmmorren - alvöru kökur!
Já svona harðnar samkeppnin á markaðnum - og nú varð okkur ljóst sem mættir vorum á Bragakaffi að með þessu væri Óli málari að reyna að ýta Braga út - kom'onum út í kuldan - ná í kallana - ná yfirhöndinni á markaðnum!
Að vísu brugðust þeir tveir sem sátu á Bragakaffi harkalega við - þeir Maggút og Óli á Gjögri - en hvað má maður við margnum - tja ég spyr?!
Og miðað við lýsingar Sævars á kræsingunum hjá Óla málara og viðtökunum þá má ætla að hann sé kominn með yfirtökuskyldu!!
Já ég held að Bragi sigli ekki aftur - í það minnsta ekki án þess að taka kallana með!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.