Fimmtudagur, 4. september 2008
"Soddan konur kosta nokkuð" var sagt um Grasa-Guddu...en Breiðavíkurdrengirnir kosta varla krónu....
Titillinn er tilvitnun í ummæli Sigurðar á Dal þegar hann dáist að henni Grasa-Guddu, sem gat sko tínt grösin.
Og tilefnið - jú, þannig var að ég sat ákaflega áhugaverðan fund í hádeginu í dag og sem fjallaði um jafnréttismál. Margt var skrafað og ýmislegt áhugavert. Að vísu fannst einni samstarfskonu minni frekar skrítið að sjá mig þarna - líkti því við að hitta talibana í kirkju....hvað veit ég - en hinu skal til haga haldið að ég er alinn upp með systrum mínum fjórum!! Já og hún mamma passaði sko uppá að ég lifði það af - varð mig með "kjafti og klóm".....hún passaði sinn prins!
En nóg um það - þó svo að maður hafi nú kannski ekki alltaf rokið til og þvegið upp eða strokið yfir gólf....ég meina stelpurnar voru "hvort eð er að því....".
En þetta með jafnréttið. Mér fannst ákaflega merkilegt að búið er að sýna fram á að í þeim fyrirtækjum sem konur eru við stjórn - eða í stjórn - þar er framlegð meiri og andinn betri. Af hverju eru þessar niðurstöður ekki notaðar og eftir þeim farið? Tja maður spyr sig.....kannski af því að þá þarf að stokka upp og breyta til - losa sig við "félagana" og setja konur í stöðurnar?
Og fyrst maður er á annað borð farinn að verðleggja fólk - þá get ég ekki sleppt því að hneykslast á verðlagningu þeirra Breiðavíkurdrengja sem svo eru nefndir. Ódýrari menn hef ég ekki séð - kosta nánast ekkert - miklu minna en t.d. ein Kínaferð ráðamanns......eða svona um það bil dagpeningarnir sem greiddir voru í Kínaferðinni.......sé farið eftir verðlagningu ríkisstjórnarinnar! En við hverju er að búast - ég bara spyr?! Ekki bjóst fólk við að þeim yrðu greiddar mannsæmandi bætur!
Nei - víða er pottur brotinn. En verst er þó þegar "pottasmiðurinn sjálfur brýtur þá" - það er hneisa. Ég held að ráðamenn þjóðarinnar ættu að verðleggja mannslífin meira - mannslífin sem forverar þeirra tóku og eru yfirvöldum til ævarandi skammar.
það er mín skoðun.
Athugasemdir
já, það voru þó allavega alveg heilir 3 karlmenn sem létu sjá sig þarna, hefði samt alveg viljað sjá fleiri...
Breiðavíkurdrengirnir... mikið er það sorglegt hve þeirra þjáning er verðlögð lágt. Og Geiri H er bara hundfúll að upp um hann komst. Ég vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera vel við þessa menn.
Harpa Oddbjörnsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:53
Það kom margt fróðlegt fram á fundinum gær. Margir misstu greinilega af honum
Það var gott hjá ykkur drengjunum að mæta á fundinn
Faktor, 6.9.2008 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.