Fórnarlömb sýrunnar - ógeðslegar afleiðingar afbrýðisamra eiginmanna og feðra.

 Í Pakistan og Bangladesh er ætandi sýra notað sem vopn. Ekki í stríði - heldur til þess að valda skaða og niðurlægingu hjá konum. Og það sem verra er - mennirnir þurfa ekki að gjalda fyrir fólskuverkin!

Þetta er gríðarlegt vandamál í þessum löndum og hefur Amnesty International miklar áhyggjur af málinu.

Og hvað hafa konurnar gert til að þurfa að þola slík fólskuverk mannanna?

irum

 

 Irum Saeed, 30 ára var á leið á markað að kaupa mat þegar helt var yfir andlit hennar ætandi sýru. Ástæðan var afbrýðisamur maður sem hún hafði nokkrum árum áður neitað að giftast.

 

 

 

 

najafNajaf Sultana, 16. ára fæddist sem stúlka - það þoldi pabbi hennar ekki!! Mann fjandinn helti yfir hana eldfimum vökva og kveikti í. Atburðurinn átti sér stað þegar stúlkan var fimm ára og til að fullkomna mannvonskuna henti hann barninu út. Nú býr hún hjá frændfólki og hefur farið í fimmtán aðgerðir til að laga andlitið. 

 

 

 

 

 

sabiraSabira Sultana, 30 ára var gift og ófrísk. En maður hennar var vonsvikinn með lítinn heimamund sem hann fékk frá foreldrum stúlkunnar. Eftir tuttugu aðgerðir þorir loks Sabira að horfa í spegil - en ætandi sýra veldur gríðarlegu tjóni á vefjum og skilur eftir ljót ör. 

 

 

 

 

 

saira Saira Liagats, 26 ára. Hún átti sér draum um að ljúka námi - það þoldi eiginmaður hennar ekki. Eiginmaðurinn sem keypt hafði stúlkuna og gifst henni 15 ára helti ætandi sýru yfir andlit stúlkunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já mannskepnan er á tímum óskiljanleg - óvægin og hreint út sagt ógeðsleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sama tíska er við líði á Indlandi, þar sem þessari aðferð er beitt á stéttlausa af báðum kynjum ef þau t.d. vinna við eitthvað sem stéttlausum er ekki ætlað að vinna.

Munurinn er samt sá að yfirvöld gera stundum eitthvað í því....stundum.

Haraldur Davíðsson, 17.8.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Eyþór Eðvarðsson í Vilnius

Stundum lendir maður í því að sjá eitthvað sem maður hefði óskað að maður hefði ekki séð. Þetta er sannarlega eitt þeirra....
Skelfilegt

Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 18.8.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þvílíkur viðbjóður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.8.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

hrikalega sorglegt, gerir mann svo vanmáttugan. Segjum öll nei við ofbeldi! smelltu hér til að skrifa undir Átak UNIFEM á Íslandi er hvatning til ríkisstjórna heims að grípa til aðgerða til að binda endi á ofbeldi gegn konum.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 19.8.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

ekki bara ljótleiki - óbærilegur sársauki !! - mættu gerendur fá að finna fyrir slíku á eigin skinni - myndu kannski hugsa sig tvisvar um..

- eitt það alversta sem til er í heimi hér ! 

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 19.8.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Svakalegt að sjá og lesa þessa grein. Hvernig getur mannskepnan orðið svona grimm?? Ég á bara ekki  orð yfir þetta.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 20.8.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband