Nunnunum sagt til syndanna - Bósasaga hins Lútherska

Því fylgir ábyrgð að vera aðalhundurinn í götunni. Jafnvel þó lítill sé og skrækur. En Bósi er ekkert grín - það veit hann sjálfur best af öllum og það skulu allir fá að heyra. Og þó Bósi sé nú mest að taka fólk í gegn sem á leið um götuna án hans leyfis - þá er hann farinn að blanda sér í trúmál. P2150005

Allt byrjaði þetta í byrjun sumars þegar Bósi hvarf í heimsókn í Skálholti. Eftir mikla leit birtist hann í kirkjudyrunum og var hinn bjartasti - búinn að heimsækja helgidóminn að virtist og vonaði maður að hann hefði farið þar um án þess "að tefla við páfann"...

Og nú gerist það síðsumars að í götuna koma nokkrar nunnur - sem eiga þar athvarf og heimsækja á stundum. Svo kemur fyrir einn daginn að nunnurnar eiga leið framhjá húsinu okkar og það mislíkaði Bósa hrapalega. Hann hreinlega missti sig. Urraði og gelti á nunnurnar svo að undirtók í Skutulsfirði. Ræfils Salka skammaðist sín og lét lítið fyrir sér fara - enda hefur hún í raun aldrei litið á Bósa sem hund - meira svona sem fyrirbæri. DSC02124

Og nunnurnar brostu og báðu guð að passa Bósa - en við það æstist auðvitað Bósi ennþá meira - engin nunna skildi skipta sér af honum - hann væri ramm Lúterskur og hefði heimsótt kirkju því til staðfestingar.

Já, maður spyr sig hvernig þetta endar með Bósa og hvort að maður eigi hættu á að hann endi í sértrúarsöfnuði?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband