Fyndni er tvíeggjað sverð.

Um daginn skrifaði ég færslu sem snérist um ágætan vin minn og sambæing. Sá hinn sami var í kaffitímanum að gera grín að mér og fleirum um bloggskrif.

Ekki ætla ég frekar að fara út í þá sálma - en í þeim orðaflaumi sem átti sér stað og ég bloggaði um virðist sem ákveðnir aðilar hafi fundist að sér vegið og talið að við sig væri átt - þó hvergi hafi verið minnst á nokkur nafngreindan einstakling eða einstaklinga - enda ekki ætlunin. Hinsvegar er það auðvitað svo að litlum samfélögum og jafnvel stærri er hægt að leggja saman tvo og tvo....

Og nú skal ég gera hreint fyrir mínum dyrum: Að sjálfsögðu var það ekki ætlunin með skrifunum að stunda rógburð eða þaðan af verra og þykir mér ákaflega leitt að þessir aðilar sem svo lögðu út af textanum skyldu upplifa textann á þann hátt. Ég túlkaði ekki orð mannsins á kaffistofunni á þann hátt - heldur líkt og aðrir leit ég á þetta allt sem grín - venjulegt blaður - og því voru skrif mín grín beind gegn viðkomandi.

En eftir stendur að textinn olli greinilegum særindum hjá þeim sem ekki áttu hlut að máli og sem texti minn snérist bara alls ekki um sem slíkur - En þetta er textinn minn - og sem mér ber að afsaka - og geri það hér með með glöðu geði. 

Þeir væntanlega taka það til sín sem eiga enda ekki ástæða til að nafngreina viðkomandi.

ps. skrifin tóku 5,7 mínútur og dragast frá kaffitímanum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Hvernig væri að prufa ironíu næst Barack Obama 





Fishandchips, 7.2.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband