Sunnudagur, 3. febrúar 2008
Að taka þátt með fjarveru sinni.
Eiður kom ekkert við sögu í sigri Barselona var fyrirsögn á mbl.is í dag. Einkar áhugavert og vekur upp spurninguna um hvað málið snýst? Kom hann bara alls ekkert við sögu.....sat hann uppi í stúku eða var hann bara heima?
Eins er það með tunglmyrkva - þar er maður að skoða eitthvað sem er að hverfa - hverfandi tungl. Þar er semsagt tunglið í aðalhlutverki og það sem er svo merkilegt er að það er mest í aðalhlutverki þegar það bara sést alls ekki.
Kannski ekki ósvipað og Ólafur Stefánsson í handboltalandsliðinu - sem virðist skipta okkur mestu máli þegar hann getur ekkert - eins og á EM hér um daginn. Við töpuðum að mér skilst vegna þess að Ólafur var svo lélegur. Hann semsagt sást varla í leikjunum og því skipti hann svo miklu máli.
Eins er það með kvótann - sá hluti sem skorinn er niður hefur fengið mesta umfjöllun - sá hluti sem ekki má veiða og er því ekki til. Hinn hlutann er lítið talað um.
Kannski eigum við að einbeita okkur meira að því sem er til staðar - hámarka nýtingu og njóta á meðan er?
Athugasemdir
Ég svo sannarlega sammála þér, auðvita eigum við að njóta á meðan er.
Það er alltaf gaman og meira að segja gagnlegt að koma við hjá þér.
Kveðjur
Vatnamaðurinn
Gunnar Níelsson, 4.2.2008 kl. 01:34
þú segir nokkuð
Brjánn Guðjónsson, 4.2.2008 kl. 03:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.