Einstefnuþjónusta.

Mér finnst að þetta orð - "einstefnuþjónusta" - ætti að taka til almennrar notkunar á Íslandi. Það er nefnilega svo að á víða er þjónustan bara í aðra áttina. Hér á ég við fjölda opinberra stofnanna. Hver kannast kannski ekki við svör eins og "ég er nú ekki rétta manneskjan....þú verður að tala við..." - svo auðvitað gerist ekkert enda viðkomandi aldrei við. Það er nefnilega svo einfalt að benda bara á annan - vitandi það að sá sem spyr hefur enga möguleika á að fullkanna málið. Og eftir að tölvurnar komu þá varð gósentíð...en þær auðvitað bila sí og æ. Svo ekki sé minnst á "servarana" sem hrynja.....

Og ekki bætir úr skák þegar starfsmaðurinn bregst við líkt og vegið sé að honum persónulega - taki fyrirspurn óstinnt upp og jafnvel hvái af hneykslan. Á stundum hef ég það t.d. á tilfinningunni þegar ég þarf að leita svara að viðkomandi hafi bara engan áhuga á að veita þær upplýsingar - að viðkomandi hafi bara ekkert það hlutverk að sinna þjónustu í mína átt. Svo ég tali nú ekki um ef umræðuefnið eru peningar - þá mætti á stundum halda að viðkomandi starfsmaður þurfi að greiða úr eigin vasa - svo fær þetta á hann og maður hreinlega skammast sín fyrir frekjuna.

Já - þessu er öfugt farið þegar verið er að rukka inn eða krefja gagna. Þá er veitt hundrað prósent þjónusta. Reikningurinn kemur um hæl og til að maður gleymi nú ekki að borga þá fer allt í innheimtu á nokkurra vandræða. Alveg stórkostleg þjónusta.

Það eru nefnilega alltaf allir við þegar verið er vinna í "rétta" átt. Þá bilar ekki tölvukerfið eða maður veikist. Nei - þjónustan er nefnilega EINSTEFNUÞJÓNUSTA.

Það finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband