Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Fullkomið æðruleysi - fræknar frænkur mínar tvær.
Síminn hringdi hjá mér í gær og var það móðir mín að segja mér frá því að viðtal yrði við frænkur mínar tvær sem fengið hafa það hlutskipti í lífinu að berjast við óþekktan sjúkdóm sem veldur alvarlegum skaða á vöðvakerfi líkamans. Lömun. Auðvitað hefur fjölskyldan fylgst með þessari baráttu í gegnum árin - ég meira í fjarlægð þó svo að ég og pabbi þeirra systra, Snædísar og Áslaugar séum mikið skyldir - systra synir.
Og í gærkveldi sat ég með tárin í augunum og horfði á kastljósið - og tárin áttu ýmist upptök sín í sorg, stolti eða aðdáun - slík var upplifunin. Æðruleysi systranna var með eindæmum.
Ég vil benda þeim sem ekki sáu kastljósið í gær að skoða það hér á netinu - það er öllum hollt að sjá hvernig ungar systur takast á við hreint óskiljanlega erfiðleika - en gera það af slíkum dug að ég hef aldrei vitað annað eins.
Loks fannst mér umræðan snúast um eitthvað sem skiptir máli - ekki pólitískt argaþras eða um spillingu í viðskiptum - nei, í gær fjallaði Kastljósið um það sem okkur öllum finnst svo sjálfsagt en sumir þurfa að hafa svo mikið fyrir - lífið sjálft.
Athugasemdir
Mér fannst þær frábærar og sterkar að það var hreint magnað á að horfa.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:14
Barnadeild Lsp var lömuð í gær vegna þessa viðtals. Þetta er flott fjölskylda. æðruleysið ótrúlegt. Þessar stelpur láta engan ósnortin. Sjálf átti ég frænkur sem dóu ungar úr einhverjum sviðuðum óþekktum sjúkdómi, ættaðar úr Eyjafirðinum. Þekkti þær ekki sjálf. En lífið er ekki alltaf sanngjarnt og svo kvatar ,maður yfir kvefi.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 18:17
átti að vera kvartar...
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 18:18
Tek undir þetta Þorleifur, maður horfði með tárin í augunum og get ekki gert mér það í hugalund hvernig það er að horfa á þetta hlutskipti barna sinna. Allt sem maður kvartar undan og hefur á hornum sér olli manni kinnroða og skömm á þeirri stundu.
Júdas, 15.1.2008 kl. 22:45
Magnað að horfa á og hefur væntanlega rassskellt marga sem hafa gleymt sér í lífkapphlaupinu. Fólk staldrar við og hugsar hve lífið sjálft er mikilvægt og hve þakklát við megum vera fyrir það sem við höfum og hvað við verðum að vera sterk fyrir það sem reynist okkur erfitt.
Ég var ekki síður stolt af foreldrum stelpanna sem sýndu ótrúlega samstöðu í þessari baráttu sem lífið hefur gefið þeim. En samstaða hjóna hlýtur að skipta miklu máli við svona aðstæður.
Halla Rut , 16.1.2008 kl. 01:08
Ég horfði á þetta hreinlega með tárin í augunum. Þetta eru yndislegar systur og baráttan er mikil.
Linda litla, 17.1.2008 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.