Að fyllast þjóðarstolti.

Íslenska landsliðið er víst að fara að keppa á EM í handbolta. Yfir því á maður líklegast gleðjast - fyllast þjóðarstolti. Enda með eindæmum hvað íslenska landsliðið getur sýnt á slíkum mótum - ýmist skíttapað eða unnið ótrúlega sigra. Eiginlega magnað alveg.

Ég á þó ekki von á verðlaunasæti. Ekki núna og reyndar bara aldrei. En af þjóðarstolti mun ég fyllast - yfir því að við hreinlega spilum handbolta við þá bestu. Ég verð haugfullur af þjóðarstolti.

Ég fylltist líka af þjóðarstolti í Bónus í dag. Á meðan konan raðaði í körfu stóð ég og las Séð og Heyrt. Þar á forsíðunni mátti sjá fyrirsögn um nafngreinda stúlku sem fór í sleik við Tarantino - leikstjórann fræga. Stórkostleg frétt. Þær voru víst fleiri sem reyndu og kannski fengu. Og þarna stóð ég stoltur og las.

Já það eru uppgangstímar í almannatengslum okkar íslendinga.

Áfram Ísland!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband