Af "eignasöfnum".....

Mikið er gaman að heyra fjárfestana tala um "eignasöfnin" sín. Ég auðvitað ákvað í byrjun nýs árs að gera hið sama - sagði við konuna að ég þyrfti að skreppa niður í kjallara að fara yfir "eignasafnið".

Fór svo niður í kjallara.

Og eignasafnið - já, það var nú kannski af öðrum toga en margrædd "eignasöfn" auðkýfinganna - reiðhjól, skór, verkfæri og ýmislegt sem safnast á mann og yfirleitt endar í kjallaranum......enda fór ég þangað þegar ég ætlaði að fara yfir "eignasafnið".

En því miður endaði stór hluti í ruslapokum og líklegast löngu brunnið í logum Funa fyrir Vestan. Eignasafnið hefur rýrnað - brunnið upp líkt og hlutabréfin. En ég á samt hjólið og verkfærin og eitthvað af skóm......Errm

Já, svo er nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla og Jonni

Hvað ert þú að gera með hjól og verkfæri, maður með þína líkamsbyggingu og ekki með skrúfuvit.  Loksins þegar ég lét verða af því að hringja Vestur varst þú sofnaður eins og ungabarn, en ég átti ágætt spjall við Hrafnhildi.  Óska ykkur gleðilegs árs og vonandi sjáumst við fljðotlega.

 Kveðja frá Danmörku    Jonni

Kolla og Jonni, 14.1.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband