Á láréttu skriđi um Ísafjarđarbć.

Ég átti erindi í verslun í miđbć Ísafjarđar. Ekkert er merkilegt viđ ţađ en hinsvegar ţurfti ég ađ beita nánast óhefđbundnum ađferđum viđ ađ komast í búđina. Í ţađ minnsta óhefđbundnum miđađ viđ tíma dags og ţađ ađ vera blá edrú.

Ég fór um ađ mestu láréttur -

En á Ísafirđi er bćjarstjórnin ađ virđist svo "snyrtileg" ađ ekki er borinn "skítugur sandur" á gangstéttar bćjarins. Í ţađ minnsta ekki á Eyrinni. Kannski eru ađrar ađstćđur eru innar í firđinum ţar sem "stjórinn" býr...hvur veit - ekki ég enda legg ég ekki láréttur leiđ mína lengra en ţurfa ţykir.

En auđvitađ sér mađur bćinn í nýju ljósi ţegar mađur fer svona láréttur á milli stađa - sérstaklega á eyrinni. Ţá kemur í ljós hve herfilegt ástand er á götum bćjarins - ţćr eru hrćđilega ósléttar og malbikiđ götótt. Ekki nóg međ ađ ţađ sé vont yfir höfuđ ađ detta og liggja láréttur í hálkunni - ţađ bćtir ekki úr skák ađ vera hálfur ofan í holu og komast vart upp - bara hreint verulega óţćgilegt og sjálfsagt stórhćttulegt til lengdar.

Já ég held ađ nú verđi eitthvađ ađ gera - ţetta er ekki fólki bjóđandi sem vill á venjulegum degi komast á milli stađa standandi í lappirnar.

Og hana nú!!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband