Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Úr sér gengin friðunarstefna íslenskra stjórnvalda.
Ég var staddur á Laugaveginum í dag. Svo sem ekkert merkilegt með það nema hvað að nú er allt vitlaust við veginn atarna - ekki út af veginum sjálfum heldur út af þremur gömlum húsum sem á að rífa - .....eða átti að rífa. Borgin gaf leyfi - þétta byggð og byggja nýtt - upp í loftið og það gamla á að víkja er motto meirihlutans nýja.
Þá urðu friðunarsinnar reiðir og sáu til að húsfriðunarnefndin kom saman....skrafaði.... og lagði til við ráðherra að friða húsin þrjú. Að öðrum kosti myndi "heildarmynd" Laugarvegarins glatast og yrði aldrei annað en svipur hjá sjón - og fólk myndi aldrei gera sér grein fyrir því hverslags hús hefðu einu sinni staðið við Laugaveginn. Og nú er að sjá hvað ráðherrann gerir. E.t.v. leitar hún álita samráðherra sinna um hvernig sé best að "fara eftir" ráðum nefndarinnar.
Ég persónulega er ekkert á móti friðunum og varðveislu - alls ekki - og er reyndar ekki einu sinni dómbær á hvort að beri að varðveita þessi hús á Laugaveginum.
En ef í það verður lagt þá vona ég að vel verði að verki staðið - og til að það gangi eftir er hægt að hafa til hliðsjónar Grímseyjarferjuna, sem var jú óttalegt skarn en fékk "andlitslyftingu".....svo um munaði.
En það er þetta með friðunina.
Ýmislegt á auðvitað að friða. Ég er t.d. mjög hlynntur því að gömul hús séu friðuð - að dýr í útrýmingarhættu séu friðuð - að viðkvæm náttúra sé friðuð og þar fram eftir götunum.
En einhversstaðar verður nú samt að draga mörkin.
Hinsvegar finnst mér ótæk þessi "vegafriðunar" stefna stjórnvalda, sem í gegnum árin hafa friðað vel flesta vegi um Vestfirði - og reyndar víðar. Því erfiðari og hættulegri sem vegirnir eru - þeim mun meira er "lagt í" að friða þá - eða ætti ég kannski að segja því minna er gert í að nútímavæða þá. Líklega er "friðunin" svo að komandi kynslóðir fái að upplifa það hvernig var í "gamladaga".
Já vegafriðunarstefnan er úr sér gengin - og kominn tími á "extreme make over...."
Athugasemdir
Góður
Hólmdís Hjartardóttir, 10.1.2008 kl. 02:14
AE eg kom til Islands fyrir 3,m arum og thekkti ekki laugaveginn eda hverfin i kring.Thad eina sem eg thekktti var hlemmur og torgid
Ásta Björk Solis, 10.1.2008 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.