Gleðilegt ár og takk fyrir allar heimsóknir á bloggið á liðnu ári. Nú er mál að linni.

Ég hef haft gaman af því að skrifa hugsanir mínar og á stundum að viðra skoðanir hér á blogginu. En nú er mál að linni. Ég mun á næstu dögum loka blogginu.

Bestu kveðjur,

þorleifur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Bíddu nú hægur Þorleifur.  Er þetta ekki vanhugsað?  Þín verður sárt saknað það er ljóst. 

Ef rétt reynist þakka ég fyrir mig og óska þér velfarnaðar.

Júdas, 1.1.2008 kl. 20:09

2 identicon

Þarftu ekki bara að taka þér smá hlé?  Haltu þessu svo endilega áfram! Kv. Hallgrímur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Tolli, gleðilegt ár og takk fyrir gamla bloggárið. Nei blessaður vertu ekkert að hætta að blogga.

Veistu að þú ert einn af lang beztu bloggurum landsins. Endilega haltu áfram vinur, ég veit ekki um neinn sem þú hefur móðgað.

Beztu kveðjur frá Tálknafirði.

Níels A. Ársælsson., 1.1.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ja miðað við skrif þín um Örn Árnason þá held ég að ég geti sagt að farið hefur fé betra úr blogglandi.

Enn aðrar færslur þínar eru fínar oft á tíðum.. Haltu þeim bara áfram og þá eru allir sáttir.

Kær nýárskveðja 

Stefán Þór Steindórsson, 2.1.2008 kl. 00:23

5 identicon

Gott að "skipta um umhverfi" reglulega

Hafðu það gott vinur á nýjum áfangastöðum..

Björg F (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 02:22

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Svona, svona.Tolli minn. Þú hættir auðvitað ekkert að blogga.

Ekkisens óráð er þetta í þér? Við önsum þessu ekki.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.1.2008 kl. 02:51

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hvet þig til að hætta ekki að blogga. Þú ert einn af þeim sem skrifa ekki innihaldslaust blaður og þeir eru ekkert allt of margir.

Svo er alltaf best að hafa sem flesta á blogginu frá Ísafirði!

Theódór Norðkvist, 2.1.2008 kl. 09:35

8 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

#$%&/%/&"(#$4 -skotans vitleysa er þetta Tolli, leitun er að leshæfu bloggi annars staðar - kondattur kallinn

já og gleðilegt ár !

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 2.1.2008 kl. 10:49

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleðilegt nýár þú sem ert kallaður Tolli. Ég vona að áramótamelankólían rjátlist af þér og þú lokir engu bloggi eða farir að ruglast yfir á aðra bloggeyju eins og tam. Hlynur Þór. Sértu þreyttur að blogga tekurðu þér einfaldlega frí nokkra daga eða vikur og kemur svo aftur þegar fingurnir fara að kalla eftir lyklaborðinu -- það er óþarfi að loka. Þín blogg eru með þeim áhugaverðari svona oftast nær -- öllum er okkur mislagðar hendur í þessu sem öðru en ágætt að eiga smuguna vísa.

Njóttu lífsins og leyfðu okkur að vera með annað veifið.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 2.1.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband