Mánudagur, 3. desember 2007
Hannes Hólmsteinn fór á kostum sem Sigurður í Dal.
Mér leið einsog á leiksýningu á Skugga-Sveini þegar ég hlustaði á Hannes Hólmstein á Stöð2 fyrr í kvöld - og það þegar hann var að ausa úr viskubrunni sínum um loftlagsbreytingar eða gróðurhúsaáhrifin sem svo eru kölluð á stundum.
Jú hann veit sínu viti hann Hannes - og yfirleitt er hann að undirstrika það sem menn vita - benda á þekkingu manna er honum hugnast og treystir - segja frá fræðum og gæðum. En nú bar svo við að kallinn fór að tala um og nýta sér fávisku - vanþekkingu - ótraustar og illsannanlegar kenningar. Hann semsagt brá sér í gervi efahyggjumannsins. Þetta þýðir auðvitað á mannamáli að "fyrst hann er ekki sérfræðingur í þessum málum - nú þá er það auðvitað enginn - í það minnsta enginn jarðneskur".
En gott og vel. Gróðurhúsaáhrifin eru auðvitað ákaflega flókin og oftast er fólki bent á áhrifin sem hitnun jarðar hefur á t.d. bráðnun jökla.
Ég ætla hinsvegar að tala um annað sem sjaldnar heyrist. Það er tengsl við dýralíf sem lifir og þrífst á gróðri jarðar. Nú öll vitum við að plöntur taka upp C02 og nýta kolefnisatómin (C) sem orku - en losa síðan út 02 sem við síðan öndum að okkur sem súrefni. Við aukningu á C02 í andrúmsloftinu sem er jú sú gastegund sem einna helst veldur gróðurhúsaáhrifunum - þá eykst um leið aðgengi plantna að orkugjafanum sínum - nefnilega C02. Þetta þýðir að hver planta þarf ekki að geyma eins mikið af orku og þ.a.l. er orkuinnihald hverrar plöntu minna. En skiptir það einhverju máli? Jú, þau dýr sem lifa á viðkomandi plöntu þurfa því að éta meira - fleiri plöntur. Og ekki nóg með það - það er ljóst að plöntur muna fara að vaxa á stöðum þar sem þær annars hafa ekki vaxið - þetta mun að sjálfsögðu einnig þýða að dýr munu fara að flytjast búferlum - taka sér bólfestu á nýjum svæðum sem mun að sjálfsögðu valda gríðarlegum breytingum í vistkerfinu. Nagdýr munu að öllum líkindum stækka - borða meira og valda meiri skaða á þeim tegundum sem maðurinn ræktar t.d. kornmeti.
Og að segja líkt og Hannes gerði að við "getum ekki haft áhrif á þróunina" er eins og að segja fólki sem glímir við hjarta og æðasjúkdóma að engu máli skipti hvað það láti ofan í sig!!
Nei Hannes minn, ég held að þú sért fastur í dreymandi hlutverki Sigurðar í Dal í leikriti Matthíasar Jochumssonar þegar hann segir "vér þenkjum og ályktum en annar ræður"!!
Athugasemdir
Sigurður Stormur er ekki vel að sér í raunvísindum
fregar en aðrir "virtir Vísinda menn" sem prédika
pólitísk vísindi andrúmsloftsins.
Þegar veður maður sem ættti að vera vel að sér í
orku vísindum og þekkja til þeirra lögmála sem
ráða orku. Að halda því fram að disilbíll sendi frá sér
minna magni af CO2. Tveir bilar að sömu þyngd og
gerð, annar með disil en hinn með bensínvél sem keyra
frá A til B þurfa sömu orku, báðir brenna kolvetnum og
brenna því jafn miklu af þeim efnum. Sama hvort lítra
fjöldin sé ekki sá sami því diselolían inni heldur meira
magn kolvetna pr. lítra (svona 18 til 20 % meira en bensín).
Svo um andrúms loftið gilda þau sannindi að vér þenkjum
og ályktu en annar ræður. Og svo sannar lega ekki UN.
Leifur Þorsteinsson, 3.12.2007 kl. 20:08
Ég er á því að við þurfum fleiri talsmenn eins og Hannes. AUÐvita eru margar skoðanir og jafnvel fleiri reiknishausar. Sjá: http://mysite.verizon.net/mhieb/WVFossils/greenhouse_data.html
Ef það á bara að gera einkvað í pólitískum tilgangi og fá hreyfingu og hræðslu þá er um að gera að gera bar einkvað en það kostar formúgu fyrir heimin sem veldur meiri gróðurhúsaáhrifum .
Valdimar Samúelsson, 3.12.2007 kl. 20:20
Gunnar þór, nýting eldsneyti kemur þessu ekket
við. Því hrein brensla er það sem skapar CO2 og
H2O við brenslu á kolvetnum þetta eru staðreyndir
úr eðlisfræðinni því joul fást úr brenslu C og H jónum
efnisins. Munurinn á nýtni skapar bara mun á raun-
verulegri mengun C2 CO og s.f., ófullkomin brensla.
Svona til að hafa teóríuna á hreinu.
Þú þarft sömu orku við að flytja 1kg frá A til B hvernig
sem þú ferð að því.
Leifur Þorsteinsson, 3.12.2007 kl. 20:48
Ég held að Hannes sé öllu verri náttúruvísindamaður en hagspekingur.
Þetta eru auðvitað hvatvísleg orð.
Árni Gunnarsson, 4.12.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.