Sóma-samleg vinnubrögð að smyrja samlokur með berum höndum og brett upp á olnboga?!

Ég varð hálf hlessa þegar ég sá myndirnar sem fylgdu umfjöllun í Fréttablaðinu í dagu um gríðarlega framleiðslu á samlokum hjá Sóma, en þar kemur ber-sýnilega í ljós að fólk er ber-hent við iðjuna. Uppfyllir það alla staðla er lúta að heilbrigði... eða er ég bara smámunasamur.

Ég hef ekkert út á þeirra vöru að setja og finnst hún reyndar á köflum fín - þó svo að ég borði Sómasamlokur ákaflega sjaldan.

ber hendi að skammtaHér má sjá bera hendi setja álegg á brauð (mynd er fylgdi umfjöllun í Fréttablaðinu 4.okt. 07).

ber hendi að skammta2Og margar hendur vinna létt verk. Sumir bretta upp ermarnar og taka hraustlega á málum enda marga munna að metta (mynd er fylgdi umfjöllun í Fréttablaðinu 4.okt. 07).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Það er alls ekki brot á heilbrigðisstöðlum að útbúa matvæli með berar hendur. Raunar fer mest matvinnsla þannig fram, janft í samlokuverksmiðjum, í bakaríum, á fimm stjörnu veitingahúsum og pizzastöðum.

En hendurnar verða auðvitað að vera tandurhreinar, og leggja eftirlitsaðilar mikla áherslu á þann þátt og gera reglulega úttekt á handþvottamálum.

Í samlokugerð eins og er hjá Sóma held ég að sé mun betra að vinna matvælin með berar hendur, enda þarf að raða litlum og viðkvæmum áleggstegundum vandlega á brauðið.

Hitt kann að vera aðfinnsluefni, að starfsmenn vinni matvælin með uppbrettar ermar, aðallega vegna þess að þá eykst hætta á að hár smitist í matinn. Hárin eru svosem ekki miklir smitberar, en geta haft neikvæð áhrif á upplifun viðskiptavinarins ef hann finnur hár í lokunni. Rétt eins og kokkar nota kokkahúfu, og hamborarasteikjarar á MacDonalds nota hárnet, er vissara fyrir handfjatlarana í samlokugerðinni að vera með ermar niðri, og líklega hárnet líka.

Það er svo efni í aðra umræðu og mikilvægari, hvað verðið er svimandi hátt á tilbúnum samlokum á Íslandi. Alveg hreint ótrúlegt verðið sem sett er á tvö lög af brauði með smá flís af áleggi og nokkrum dropum af sósu. Einhver er augljóslega að moka inn penignum á þessum bransa.

Promotor Fidei, 5.10.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Fiðrildi

Ég mun ekki kaupa mér svona tilbúna samloku aftur . . . gott ef ekki höndin þarna í fjarska beri hring þar að auki.   Allir ættu að skoða neglur í smásjá . . . jafnvel af hreinum höndum . . . oj bara og amen.

Fiðrildi, 5.10.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: Júdas

Þetta er ekkert sérstaklega girnilegt, það verður að segjast.

Júdas, 6.10.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband