Er USA fyrirmynd okkar íslensku glæpona?

Mér finnst þróunin á Íslandi vera í þá átt að dópsmygli og ofbeldisverkum fjölgi. Vart virðist vera hægt að opna dagblað án þess að umfjöllun um eitthvað í þessum dúr sé á síðum blaðanna. Hvað er að gerast? Er þetta fylgifiskur betri afkomu eða er ástæðan sú að fleiri hafa það skítt á Íslandi? Tja ég veit það ekki - en í það minnsta virðist vera aukning á þessu sviði.

Ef maður skoðar stöðuna í Bandaríkjunum - USA - þá kemur í ljós að þar er mikil aukning á ofbeldisverkum - og þar eru framin 17000 (sautjánþúsund) morð á ári - og 70 prósent þeirra eru framin með skotvopnum.

Er aðgengi að skotvopnum of einfalt hér - eins og í USA - er hægt að herða reglur - eða eru reglur bara allt í lagi?

Í USA kenna menn um of fáum lögreglum - og að löggan sé lítt sýnileg. Eins er um að ræða aukin starfsemi skipulagðra klíka. Er þetta tilfellið hér - er ástæða vandræða í t.d. Reykjavík sú að of fáar lögreglur séu á ferð um miðborgina - eða of fáar löggur yfirleitt?

Ofbeldisbrot í USA eru talin vera um 1,4 milljónir á ári - sem þýðir á mannamáli 22 hverja sekúndu... hvorki meira né minna. Ekki er nú ástandið svo slæmt hér - en slæmt er það engu að síður að virðist. Og eiturlyfjamálum fjölgar ört - mjög ört og í fyrra voru 1,9 milljónir handteknir vegna slíkra brota - eða um 13% af öllum handtökum.

Já maður spyr sig hvort ekki eigi að hrósa nýja lögreglustjóranum okkar í Reykjavík fyrir vasklega framgöngu - og fagna því að verið sé að taka á málum.

En ég tel nú samt að allt of lítið sé litið til þess að lögreglumenn kvarta mest undan lágum launum. Er ekki rétt að skoða það í leiðinni...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar hugleiðingar Tolli.  Já - þetta er líkast til alveg rétt.  Brotum vegna eiturlyfja, ofbeldis o.þ.h. fer fjölgandi.  Það sem mér finnst undarlegast við umræðuna hvað þetta varðar er sú merkilega staðreynd að enginn virðist nenna að ræða það sem mestu máli skiptir: hvað í þjóðfélaginu orsaki þessa aukningu og hvernig hægt sé að sporna við henni þannig að við getum í framtíðinni fengið að heyra að ofbeldisverkum fækki ár frá ári.  Eina umræðan er sú hvað lögreglan ætli að bæta við mörgum eftirlitsmyndavélum á þessu ári og svo á því næsta. 

Eina ráðið við þessari þróun sem stjórnvöld virðast hafa er að auka löggæslu.  Það út af fyrir sig er gott en það kemur samt ekki í veg fyrir að þessi neikvæða þórun standi í stað eða aukist.  Aukin löggæsla kemur jú í veg fyrir að þetta aukist enn hraðar en hvernig væri að velta því fyrir sér af hverju þessi aukning í neyslu fíkniefna og tíðni ofbeldisbrota á sér stað?  Hvað er það í samfélaginu sem veldur þessari breytingu í hegðunarmunstri sona og dætra þessarar annars friðelskandi þjóðar?

Þegar neikvæð þróun á sér stað (t.d. aukin notkun fíkniefna) á umræðan að snúast um það að snúa þeirri þróun við, en ekki að leggja mestu áhersluna á að ræða hvernig hægt sé að minnka þessa neikvæðu þróun (t.d. aukin löggæsla).

Gæti ekki verið að einhverjir þættir í samfélagi okkar hafi þau áhrif að neysla fíkniefna eykst og ofbeldisbrotum fjölgar?  Það hlýtur eignlega að vera!  Eigum við þá ekki að skilgreina hvaða þættir það eru og reyna í framhaldi að lágmarka tilurð þeirra í samfélaginu? 

Sé eitt lítið dæmi nefnt þá hvarlar það að mér að mörg tónlistarmyndbönd komi víða þeim hugmyndum að hjá ungu fólki að dóp og það að vera harður nagli sé mjög eftirsóknarvert.  Eigum við að leyfa þessum áhrifum að liðast um samfélagið sé það rétt að þau ýti undir óæskilega hegðan?  Eða eigum við bara að segja: Hér ríkir frelsi og fólk á að hafa vit á því að gera það sem er rétt.  Slíkt frelsi er að mínu viti kjánalegt frelsi.

Fyrir nokkru ritaði ég grein um þetta því þetta er mér mikið hjartans mál.

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hér í bretlandi hefur gengið yfir ofbeldisalda þar sem börn og unglingar myrða hvert annað og jafnvel er um hreinar aftökur að ræða. Þetta er skelfileg þróun og það er löngu tímabært að við förum að skoða hvað  er það sem veldur þessari reiði og örvinglun, hvað er að gerast í innra lífi fólks sem og ytra og eru einhverjar leiðir til að vinna með það í gegnum samfélagið??? Það þarf að vera samvinnuverkefni skóla vinnuveitenda foreldra og allra sem koma að því að byggja samfélag. Hvar eru brotalamirnar og um hvað eru þær. Fleiri lögreglumenn og eftirlitsvélar geta ekki breytt þróuninni en sannanlega þarf að auka gæsluna þegar ástandið er svona hrikalegt. Spurningin sem við þufrum að skoða hvað veldur þessari spennu og vanlíðan hjá svona mörgum. Höfum við byggt samfélögin´utan um fólkið með velferð þess í huga eða er eitthvað allt annað sem ræður ferðinni. Gæti verið að við þurfum að stokka upp hugmynidr og gildi og fara ofan í kjölinn á hvert við erum að stefna??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband