Þegar kallið kemur -kemur kallinn.

Ég tek hattinn ofan fyrir Tomm Krús. Hann er að vinna í sínum málum og tekur frúin fullan þátt í þeim aðgerðum. Þau langar í barn og hafa ákveðið að gera eitthvað í þeim málum.

Að vísu geri ég ráð fyrir að þetta sé ekkert einsdæmi - enda fullt til af fólki í heiminum og fæstir eru eingetnir nú til dags. En auðvitað fer þetta stundum út í vitleysu líkt og dæmin sanna - á sumum heimilum er allt of mikið af börnum - og foreldrarnir ættu því að vinna í sínum málum og hætta að vinna í slíkum málum. Á enn öðrum heimilum er verið að vinna í málunum - þó að það hljóti að vera báðum aðilum fullkomlega ljóst að ekkert kemur út úr því - enda á ég hér við fólk af sama kyni - gjarnan karlmenn - sem í þokkabót fara öfugt í hlutina - eða eins og stundum er sagt "vinna með hendurnar fyrir aftan bak".

Ég kynntist eitt sinn fólki sem vann í sínum málum. Þau voru eins og Tommi og Kata - langaði í barn. Mikið var reynt og ýmsum aðferðum beitt. En það sem auðvitað var dálítið sniðugt - svona hálfgerð skrítla - var að tímasetningin var svo mikilvæg. Það var semsagt sama hvar þau voru stödd - þegar kallið kom - kom kallinn. Eitt sinn sátum við og horfðum á enska boltann - Arsenal gegn Leeds - þá kom kallið - eða öllu heldur kallaði frúin á kallinn - sem kom. Hann kom svo aftur og Arsenal vann. Úr þessu varð auðvitað barn - sem mér finnst ég eiga svolítið í - enda gerðist þetta innan veggja íbúðarinnar sem ég bjó í á þeim tíma - í úthverfi Gautaborgar.

En svona er lífið og ekkert við því að gera - líklegast má segja að þetta gefi lífinu lit - og spennu.


mbl.is Vilja aðra dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viktoría Rán Ólafsdóttir

Já samgleðst þeim hjónum líkt og þú Þorleifur, en set spurningarmerki við fyrirfram óskir um ákveðið kyn.  Hér tala ég af persónulegri reynslu.

Hvað ef aumingja barnið verður ekki stúlka líkt og Tommi og Kata eru að óska sérstaklega eftir? Það er nokkuð ljóst að allur heimurinn mun nú fylgjast spenntur með verðandi kyni.  Mun fæðast strákur og verður hann þekktur fyrir það að vera strákurinn sem átti að verða stelpa.

Ég sagðist tala af reynslu. Móðir mín hafði einmitt ákveðið að ég ætti að vera karlkyns og gert allt klárt og prjónað í bláu fyrir komu drengsins.  Hún var meiri að segja búin að velja nafn.  Ég átti að heita Viktor.

Nema hvað í dag heiti ég Viktoría og mér er enn þann dag í dag nuddað upp úr því að hafa gert þessi agalegu mistök ... að verða vitlaust kyn.  Sem betur fer er þetta þó ekki í heimspressunni.

Viktoría Rán Ólafsdóttir, 21.9.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband