Á að sjúkdómsvæða ríka fólkið - er Kári krúnk?

Ekki er nú öll vitleysan eins. Nú virðist mér sem ÍE sé komið í kröggur og það eigi að reyna fyrir sér í sjúkdómsiðnaði ríka fólksins - í það minnsta geri ég ekki ráð fyrir að hinn almenni borgari hafi efni á slíkum prófunum sem forstjórinn boðar.

Svo ég spyrji nú ekki: TIL HVERS? Á virkilega að bjóða fólki upp á að verða "sjúklingur" - bjóða þeim upp á vitneskju sem í raun er þeim algjörlega tilgangslaus.

Hve marga sjúkdóma hefur ÍE rannsakað og komið fram með lausnir gegn? Tja ég man ekki eftir neinum - í það minnsta hefur ekkert lyf verið framleitt sem byggir á erfðaupplýsingum - að ég held - en lýsi hér eftir upplýsingum um það. ´

Mér hefur sýnst ÍE einbeita sér að greiningarprófum - þ.e. upplýsingum um breytingar í erfðaefni sem hugsanlega og mögulega geta leitt til sjúkdóms - sem síðan er hægt að nota til að þróa lyf - stytta þróunartíma og lækka kostnað við þróun nýrra lyfja. En hér erum við að tala um LYF - ekki að upplýsingar verið veittar almenningi.

Og hvað á hinn almenni borgari að gera ef hann t.d. kemst að því að það séu meiri líkur en minni á að hann sé með arfgenga heilablæðingu ....  tja ég veit það ekki.

Auðvitað eru til sjúkdómar sem maður getur minnkað líkur á að fá með heilbrigðu líferni - en ef "galli" er í erfðaefninu - sem stýrir myndun "gallaðs" próteins sem valdið getur sjúkdómnum - getum við þá eitthvað gert í raun .....annað en að fara strax á lyf - eða?

....OG er það málið - vill einhver verða "sjúklingur" áður en hann veikist...?

Já - mörgum spurningum þarf að svara. Ein gæti verið sú hvort ekki komi bara í ljós að maður er með allt annað erfðaefni en maður hélt.....að það sé úr "Sigga frænda..."!!....Devil

Eða er ÍE bara að leyta eftir nýrri tekjulind....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki vidli ég vita um hvaða sjúkdómar eru líklegir til að drepa mig en hins vegar vildi ég mjög gjarnan sem óður ættfræðiáhugamaður fræðast um uppruna minn. Ekki hefur veðrið á þessu komið fram en ég held að  það verði ekki svo dýrt að bara auðmenn geti notfært sér það. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.9.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband