Miðvikudagur, 19. september 2007
Mamman drap Madeleine - tilgáta sem stenst ekki skoðun.
Ég setti fyrirsögn um daginn í bloggið sem hljóðaði svo: "Mamman drap Madeleine - ekki lengur tilgáta heldur staðreynd" - og sem ég tók beint upp úr sænskum dagblöðum. Nú er staðan í rannsókninni orðin sú að líklegt er talið að DNA sem fannst í skotti bifreiðarinnar sé úr tvíburunum - systkinum Madeleine. Ennfremur er talað um að yfir 30 manns - margir úr fjölskyldu Madeleine hafi notað bílaleigubílinn umrædda áður en löggunni datt í hug að rannsaka bílinn.... já nokkuð klaufalegt....
Já þetta mál er allt hið undarlegasta - og ekki síst starf lögreglunnar í Portúgal. En maður vonar hið besta og að litla stúlkan sé jafnvel á lífi. Hægt er að fylgjast með framgangi málsins á síðum sænskra miðla sem fylgjast grannt með stöðu mála.
Gæti þetta gerst á Íslandi? Og ég spyr - er Íslenska lögreglan betri en sú Portúgalska?
http://www.expressen.se/nyheter/1.846026/dna-beviset-kan-komma-fran-tvillingarna-sean-och-amelie
http://www.aftonbladet.se/nyheter/article809599.ab
Athugasemdir
Af hverju öll þessi sænsku blöð Tolli?
Ylfa Mist Helgadóttir, 19.9.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.