Örlagadagurinn.

Fáir gjörningar í mínu lífi hafa haft eins miklar afleiðingar og þegar ég keypti mér sjónvarp með fjarstýringu - nema þegar ég auðvitað keypti mér video með fjarstýringu - já og auðvitað heimabíó með fjarstýringu - fyrir utan auðvitað græjurnar með fjarstýringu. Já fjarstýringarkaup hafa valdið miklum taugatitringi á mínu heimili.

Sannkallaður örlagadagur þessi fyrsti fjarstýringardagur.

það er nefnilega gjörsamlega ómögulegt að halda reiður á því hvaða fjarstýring er fyrir hvað - og þar fyrir utan eru þær yfirleitt annaðhvort týndar eða dettandi í gólfið. Þó að ég telji mig vita nokkuð vel hvernig þetta virkar þá er það svo að konan skilur auðvitað ekki neitt - enda varla von - þær eru meira og minna allar eins - en virka þó ekki nema á sitt tæki.

Svo til að kóróna þetta allt saman fór ég út í búð og kom sigri hrósandi heim með fjölnotafjarstýringu - rándýrt tæki sem átti að leysa allar hinar af hólmi. Sem hún auðvitað gerir með stæl - því nú er gjörsamlega vonlaust að finna út eða í það minnsta að muna hvaða takki er fyrir hvaða græju. Og þá auðvitað dró ég fram allar hinar fjarstýringarnar aftur - og allt er komið í steik.

Svo þegar ég held að afþreyingin - sjónvarpið - videoið - DVDið og allt dótið sé loks samtengt og geti farið að þjóna tilgangi sínum sem gleðigjafi - nú þá kemur auðvitað síminn með ADSL tengingu fyrir sjónvarp - og með því auðvitað ein fjarstýring í viðbót!

Nú er því svo komið að þegar á að horfa á eitthvað í sjónvarpinu - nú eða video - nú eða dvd - þá finnst aldrei rétt fjarstýring - hljóðið kemur ekki inn og poppið í skálinni verður ískalt - kókið orðið volgt - konan vitlaus og ég rokinn út að labba með hundinn.

já það er vandlifað í nútímanum og stundum óskar maður þess að lífið væri einfaldara - og græjurnar væru ennþá með gömlu góðu snúrufjarstýringuna einsog í gamladaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

já en.....áttu hund?

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband