Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Græn framleiðsla á Íslandi - hreint íslenskt vatn í ílátum unnum úr olíu.
Mótmælandi við Kárahnjúka drekkur hreint íslenskt vatn úr plastbrúsa og mótmælir hástöfum stóriðju á Íslandi - misnotkun lands og náttúr. Stóriðja mengar - stóriðja er slæm.
Plast er búið til úr olíu. Olíu sem þarf að fara í gegnum olíuhreinsistöð til að verða að plasti - sem síðan hýsir hreina afurð úr hreinni náttúru. Ferli sem er staðreynd.
Menn fara mikinn í umræðunni um allar vatnsverksmiðjurnar sem eiga að rísa á Íslandi - enda ástæða til. Þetta er iðnaður sem byggir á nýtingu lands. En það er bara hluti ferlisins. Við megum ekki gleyma því að ílátin sem gjarnan eru notuð undir drykkina eru jú búin til úr allt öðrum efnum en vatni - flest úr olíu eða áli. Svo þarf að flytja framleiðsluna á markað. Og þjóð með kolefnisjöfnunardellu ætti auðvitað að geta reiknað út mengunina sem því fylgir. En það er samt sem áður nauðsynlegur fórnarkostnaður við nýtingu landsins - vatnsins.
Mér er sagt að þessar einkaþotur sem kallast Gulfstream (nafn hreinleika og fegurðar) losi eins mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmslofið á einum klukkutíma í flugi og venjuleg fjölskylda í Ameríku á heilu ári...með bílum sínum og tækjum - og öll vitum við að ameríkaninn er ekkert í sparakstri...... Hvað eru margar sambærilegar vélar hér - og hvað skyldu þær fljúga marga tíma á ári?
Ég held að krakkaormarnir með hring í nefi, augabrúnum og guð má vita hvar - þessir svokölluðu atvinnumótmælendur - ættu að hugsa aðeins dýpra en sem nemur laugardagsnammipoka.
Allri nýtingu fylgir mengun - mismikilli - en stundum er bara staðreyndin sú að fórnarkostnaðurinn er nauðsynlegur.
Athugasemdir
Og menguðu umhverfið á bílunum sem þeir voru á. Útblástur og svifryksmengun svo fátt eitt sé nefnt, og allir vita úr hverju bílar eru.
Hallgrímur Guðmundsson, 15.8.2007 kl. 19:00
Fyrst verið er að teygja lopa úr plasti má benda á að "krakkarnir" hafa líka verið að tefla við páfann, með þar til heyrandi fnyk.
Ég held líka að fyrst verið er að tala um flöskur, þá urðu slíkir hluti til fyrir langa löngu. Rumsfeld spurði: "how many vases can there be in one country?" Hann kann sko lagið á umræðunni. Mesópótamía, flöskur, olía... jæja, þá er ég búinn að yrkja fyrir kveldið. Og þó, ekki gleyma skósólunum á strigaskónum, sem eru einnig búnir til úr olíuafurðum. Og hefur ekkert með Kárahnjúka eða oliuhreinsistöð á Vestfjörðum að gera heldur en þessar plastflöskur.
Ólafur Þórðarson, 16.8.2007 kl. 01:15
Tja, hversu oft geturðu keyp vatn í áldósum? ál sem á að vera svo rosalega umhverfisvænt.....
Ómar Guðjónsson, 16.8.2007 kl. 07:24
Góð skrif hjá þér og umhugsunarverð...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:43
Tolli minn - svo má böl bæta að benda á annað.
Plast- og álmenningin hefur þegar hafið innreið sína í heiminum: hún er þó staðreynd. Sá sem ætlar að kaupa sér vatnsflösku til að fara með upp á hálendið á ekki margra kosta völ.
Eða ætlastu til þess að náttúruverndarsinnar hætti að "vera með" í almennum lifnaðarháttum - loki sig bara af? Varla.
Mér finnst þetta ekki sanngjarn málflutningur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.8.2007 kl. 14:25
Þarf eitthvað að taka með sér vatn í flösku upp á hálendið? Má ekki bara leggjast á hnén og sötra beint úr stíflunni? Eða hverjum öðrum fjallalæk? Upp með askana og glerflöskurnar!!! (er gler ekki örugglega gert úr sandi?? Við eigum nóg af honum ;o)
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.