Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Er nóg af fiski í sjónum?
Fiskifræðingarnir finna engan fisk í sjónum - þrátt fyrir að sjóararnir moki upp fiski og síldartorfur drepi allt kvikt í eldiskvíum.
Gamalt máltæki segir - "það er nóg af fiski í sjónum". Ég hef alltaf haldið að "fiskurinn" væri kvenfólk og þetta væri máltæki til hughreystingar. Nú er ég á annarri skoðun. Ég á nefnilega góðan vin sem er fiskifræðingur - og gengur hreint ekkert að ná sér í konu. Hann sem sagt finnur hvorki fisk í sjónum né "fisk í sjónum".
Getur hér verið um tilviljun að ræða eða er málið bara það að fiskifræðingurinn sé haldinn einhverri "fisk blindu" - sé bara fiskifæla af verstu gerð? tja ekki veit ég.
Ég held að tími sé kominn til að fara yfir þessi mál - það er auðvitað grafalvarlegt mál ef fiskunum og "fiskunum" sé að fækka svona að jafnvel helstu sérfræðingar landsins finna hvorki fisk né "fisk".
Og ég spyr - er nóg af fiskum í sjónum?
Athugasemdir
Hehe skemmtilega orðað hjá þér.Ég hef ekki hugmynd hvort að ekki finnist fiskar í sjónum, en hef það fyrir víst að það sé nóg af "fiskum" í sjónum ef menn nenna að leita þá uppi.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 01:25
Ef karlræfillinn finnur hvorki fisk eða fisk, þá er ekki nokkur von til þess að hann finni yfir höfuð fisk. Hann hlýtur að flokkast undir það sem við köllum fiskifæla af sverustu sort, það er nóg af fiskum á báðum stöðum, málið verður að endurskoða.
Hallgrímur Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 03:13
Þessi umræða var einmitt tekinn í góðu partýi á laugardaginn, hvað eiga þeir að gera sem eru ennþá "fisklausir" þegar búið er að skerða möguleika þeirra um 30% af því gefnu að beint samband sé á milli fisk í sjó og "fisk á landi".
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 14.8.2007 kl. 09:49
Blessaður vertu, það er nóg af fiski og "fiski" í sjónum. Menn verða bara að hafa réttu veiðarfærin í sérhverju tilfelli.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 14.8.2007 kl. 23:16
Síðan verða tegundirnar að vera veiðanlegar. Samkvæmt glænýrri kenningu eru þær sko mis veiðanlegar.
Hallgrímur Guðmundsson, 15.8.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.