Af alveg hreint ljómandi leiðindum.

Ég hef óskaplega gaman af veseni. Það hlýtur í það minnsta að vera því að ég er alltaf að lenda í slíku. Ekki það að ég sé beint að gera einhvern fjandann af mér - nei, vesenið eltir mig á röndum. Það er bara þannig.

Þegar ég fer út í búð og er svona frekar að flýta mér þá vel ég alltaf rangan kassa. Eitthvað bilar eða afgreiðslustelpan hleypur fram í búð að kanna verð á einhverju sem hún ómögulega getur svo fundið... og tefur auðvitað tímann út í það óendanlega.

Nú eða þá að ég reyni að vera eins og allir hinir - fæ mér ADSL tengingu hjá símanum til að fá betri mynd í sjónvarpstækið og einfalda allt. Og þá fer auðvitað allt í steik. Ég næ ekki lengur nema helmingnum af stöðvunum - og að auki með frúna kolvitlausa að rexast í mér. Ætli það sé ekki þetta sem kallast að nota kvöldin til að tala saman í stað þess að horfa á sjónvarpið - tja líklegast.

Til að redda hlutunum fer maður í vídeóleiguna - ná í eitthvað rómantískt til að vera nú næs við konuna - hafa það kósí með poppi og græjum. Set diskinn í og auðvita skeður ekkert - diskurinn svo rispaður að maður þarf að skil'onum - en þá eru auðvitað öll hin eintökin úti. Svo rignir á mann á leiðinni heim - nú af því að ég hljóp í leiguna á skyrtunni.

Og þegar maður er gjörsamlega sprunginn og orðinn alveg kolvitlaus - búinn hasta vel á hundinn - sem auðvitað hefur ekkert með neitt að gera - hóta konunni skilnaði ef hún hætti ekki að kenna mér um það sem þeir uppá stöð tvö og hjá símanum bera ábyrgð á - nú þá ætlar maður auðvitað að hringja og kvarta við alla þjónustufulltrúana - þessa "sem eru við símann núna..".

Og þá er klukkan orðin tíu - og þjónustuborð stöðvar tvö búið að loka...........

Er ég bara einn um þetta...eða ??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvernig væri nú að semja við frúnna um búðarferðirnar og sitja svo sjálfur afslappaður inn í stofu með Heimsljós í hönd. Hundurinn svæfi réttlátum svefni og slökt á sjónvarpinu.

Málið dautt.

Níels A. Ársælsson., 9.8.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Janus

Úffff....þetta var hrikalega fyndin lesning! Taktu bara allt helvítis draslið og hentu því út um gluggan og svo getið þið konan spilað matador á sjónvarpsskenknum

Janus, 9.8.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

ráðlegg þér að fara eina ferð í viðbót út í vídeóleigu og finna mynd sem heitir "the secret" var fjallað stuttlega um það á stöð 2 í gær. Æi já þú hefur náttúrulega ekki getað horft á það en hér er linkur á umræðuna.

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=6cc50c7b-d14e-440b-9286-d0c5fd2b72b8&mediaClipID=aa2d4f82-3ce9-41d4-b917-56f18aef8a2b

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 9.8.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Bradshaw

Jú, þetta hljómar eins og góður dagur í mínu lífi

Bradshaw, 9.8.2007 kl. 16:31

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei þú ert sko ekki einn og það er engin lausn á þessu önnur en að sætta sig við þetta eða það er mín reynsla.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.8.2007 kl. 18:55

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég held að þessi ótrúlega óheppni sé eitthvað sem eltir okkur flesta í mis stórum skömmtum. Sumir dagar eru sko miklu verri en aðrir allavega 
hjá mér.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.8.2007 kl. 00:56

7 Smámynd: Guðrún Stella Gissurardóttir

Er bara ekki kominn tími á sveitina?

Guðrún Stella Gissurardóttir, 10.8.2007 kl. 13:35

8 Smámynd: Birna Ágústsdóttir

Hér kemur smá erindi sem samið var um þá gleði sem ríkti á Akureyri um verslunarmannahelgar áður en byrjað var að flokka fólk eftir aldri og þjóðfélagsstöðu. Bísna gott þetta en höfundur er óþekktur því miður. Bestu kveðjur frá Háborg Norðurlands!!

Bjartur er bærinn okkar

baðaður ælu og skít.

Smekklega dreifast smokkar

og smitast úr vilsa hvít.

Trítlar um torg og völlu

tilkippivænleg mær.

Eina fæ ég með öllu.

Ef ég er heppinn, tvær.

Gesturinn glaður verður

glerbrot um strætin hál.

Ó“, hve hans auga gleður

alblóðug sprautunál.

Upp dópast Egils synir

og einhverjar dætur hans,

hátíð er halda vinir

háborgar Norðurlands.

Birna Ágústsdóttir, 10.8.2007 kl. 15:45

9 Smámynd: Birna Ágústsdóttir

p.s. sendi þér þetta kæri bróðir bara rétt til að sýna þér hvernig "alvarleg" vandamál líta út - dáldið meira en "tæknilegir örðugleikar" þeink jú verrí möts!!

Birna Ágústsdóttir, 10.8.2007 kl. 15:49

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þú ert ekki einn bróðir sæll.....

Þjónustuver Símans - aumasti brandarinn.....

// Svín á silfurfati með epli í trýninu. 

Og síðast í kvöld eyddi ég rúmum klukkutíma í að reyna að kaupa Tartalettur! "Er það matur?" spurði einn afgreiðslumaðurinn. Í verslun nr. 9 vissu þau hvað ég var að tala um þannig að ég var orðinn heitur....... en klukkan orðin 21.30 og allt að loka. 

Ævar Rafn Kjartansson, 11.8.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband