Af hetju.

Nú þegar veðurkortin hafa sýnt heiðríkju og veðursæld má ætla að lífið leiki við okkur flest. Það er á slíkum dögum sem við gleymum þeim sem glíma við vandamál og sjúkdóma. Ég hefði verið einn af þeim ef ekki væri fyrir að minn góði vinur Kristján er að berjast fyrir lífi sínu - með eina ráðinu sem hann kann - lífsviljanum. Hann er líklegast ekkert frábrugðinn öðrum í svipuðum aðstæðum - en hann er frábrugðinn okkur sem höfum heilsu því að hann veit að hver dagur gjöf sem við eigum að fara vel með.

Í gærkveldi þegar ég heimsótti Kristján lá hann fyrir, enda kraftar litlir. Ekki var um annað að ræða en að fá hann lagðan inn á spítala til að aðstoða hann við að koma sér út úr þeim vítahring sem listarleysi og þreyta er - ekki skrítið eftir erfiðar geislameðferðir og lyfjainntöku.

Fyrir mér er hann hetja að gefast ekki upp. Fyrir honum er það ekki valkostur - lífið er það eina sem gildir. Það voru því blendnar tilfinningar fyrir hann og þá sem honum standa næst þegar sjúkrabíllinn sótti vin minn í gærkveldi til að flytja á sjúkrahúsið á Ísafirði. 

Og auðvitað mætti mér brosandi maður á sjúkraherberginu í hádeginu í dag þegar ég leit við. Kristján orðinn sjálfum sér líkur - að vísu veikburða en brosandi og glettinn. Hvílíkur léttir - hvílík gleði - ég fann til þakklætis og ánægju að sjá hve hálfur sólarhringur í réttum höndum fagfólks hafði skilað sér. Og í fyrsta sinn þær tvær vikur frá því að hann kom Vestur eftir erfiða geislameðferð skelltum við okkur út í góða veðrið og í bíltúr. Ánægjuleg samvera og ekki síður þegar við óvænt litum í heimsókn til góðra vina Kristjáns - þá var ekki laust við að tár sæist á hvarmi. Til þess eru vinir.

Já - það er eitthvað svo miklu ánægjulegra að upplifa sumarið þegar maður veit að þeir sem eiga um sárt að binda sjá loks sólina - sólina sem við hin tökum yfirleitt sem sjálfsögðum hlut.

Kristján er búinn að sína af sér meiri hetjuskap en ég hef áður kynnst og það eru sönn forréttindi að eiga slíkan vin.

Hann er hetja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þetta er hverju orði sannara Tolli minn.

Góðir vinir eru mikilvægir í hretum lífsins - verða aldrei mikilvægari en einmitt þá. Ég er viss um að Kristján er þakklátur fyrir vináttu þína - góðir vinir eru nefnilega ekki auðfundnir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.7.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Guð gefur vináttuna, líkt og blómin og Sólina.

Þökkum Guðsgafir.

Styrkur stafur vináttunnar og bróðurþels er Hinum Hæsta Höfuðsmið að skapi.  Veittu vel.

Kæarar þakkir fyrir áminninguna

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.7.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband