Svíar gáfu tóninn - nú er það okkar að endurtaka leikinn.

Það gafst vel trixið á Parken - að fá blindfullan dana til að hlaupa inn á völlinn og stöðva leikinn - álíka vel heppnað og aukaspyrnan hjá Thomas Brolin á HM94. Auðvitað var þetta planað - maðurinn býr í Gautaborg og er að auki búinn að kaupa hús þar - fær líklegast vel greitt fyrir uppátækið og getur staðgreitt húsið.

Og nú er auðvitað málið fyrir okkur íslendinga að gera hið sama - eigum fullt af misvitrum löndum í svíaríki sem væru meira en til í að hlaupa inn á völlinn og stöðva leikinn - fella svíana á eigin bragði - og vinna svo þrjúnúll.

Mér sýnist nefnilega ekki vera nokkur önnur leið til sigurs - liðið er gjörsamlega ömurlega lélegt og ekki lengur í þeim standard að hægt sé að niðurlægja þá með því að biðja þá að spila bara við Færeyinga - Færeyingar eru nefnilega miklu betri en við - ekkert flóknara en það. Ég held að við verðum bara að fara að einbeita okkur að Grænlendingum og jafnvel Hjaltlandseyjum og ef það fer á sama veg þá legg ég til að gerður verði samningur við Norðmenn og þeir tefli fram liði frá Jan Mayen.

Það er líka alveg ótrúleg þessi lenska að þurfa alltaf að tefla fram gömlum knattspyrnumönnum sem þjálfurum - af hverju?  Þeir þekkja bara sína stöðu - unnu alltaf á sama stað á vellinum - nánast. Væri ekki nær að við tefldum fram alvöru knattspyrnuspekingum - þessum sem alltaf vita hvenær er best að skipta inná - hver ætti að fara í megrun og hver í sturtu - þessum sem sjá alla leiki og þekkja alla leikmenn með nafni - vita í hvaða liðum þeir hafa spilað og hvernig þeim hefur gengið í gegnum tíðina - menn með vit á fótbolta - við eigum nóg af þeim - fáum þá til að stýra landsliðinu - getur í það minnsta ekki versnað - ekki hægt.

En ef við ætlum að vinna svía þá legg ég til strípihneigt-alkohóliserað-íslenskt-sósíalkeis sem reddar okkur þrjú núll sigri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ja, ef þetta hefði nú verið Dani. Blessaður maðurinn, búsettur í Svíþjóð, er sýrlenskur - vegna pólitískra korrektheita má víst ekki nefna það.

Hlynur Þór Magnússon, 5.6.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband