Í sveitinni er vorið tími nýs lífs.

Það var gaman að koma í heimsókn í gær á Hanhól til þeirra öndvegishjóna Jóa og Stellu - litla prinsessan var komin heim - komin í heiminn og heim í sveitina. Pabbi gamli var stoltur - og ekki að spyrja að kommentinu hjá bóndanum sem var að koma úr fjárhúsunum "já, það er best að kynna þig fyrir fjárhúsalyktinni" - og með það sama sofnaði daman í fanginu á pabba. SP_A0144Sofið vært í öruggum höndum - reyndur maður þar á ferð - búinn að taka á móti hundruðum lamba í gegnum tíðina.

SP_A0146Og ekki er að sjá að litla prinsessan sé nokkuð að kvarta - neibb, sú sefur vært í fanginu á bóndanum.

SP_A0141Mamma og Magnea ásamt litlu dömu - það er líf á Hanhól þessa dagana - nýtt líf. Og systurnar Magnea og Þorsteina eru orðnar "stórusysturnar".

En á leiðinni heim þá minnti Tjaldurinn mig á að auðvitað eru fleiri en mannfólkið og suðféð sem skapa nýtt líf í byrjun sumars - og það við aðstæður sem við mannfólkið myndum etv. kalla háskalegar!

SP_A0148Sérð þú hvar Tjaldurinn hefur falið eggin....já það er eins gott að aka varlega um malarvegi sveitanna á þessum tíma árs. Horft er út Syðridal og er Syðridalsvatn og Óshlíð í baksýn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband