Laugardagur, 26. maí 2007
Bóndinn - báturinn - vélin - skipstjórinn - heimasćtan og heimalingurinn.
Lífiđ í sveitinni gengur sinn vanagang - lömbin fćđast eru köruđ og ólíkt mannfólkinu eru komin á fćturna innan skamms. En veđriđ er engum hliđhollt í dag - norđan kaldi og snjór niđur í byggđ. Leiđinda tíđ - bölvuđ ótíđ ađ mér finnst.
Já - ekki beint grćnt túniđ viđ Hanhól - Salka undrandi á ţessu rugli - enda óskiljanlegt hvernig gróđurhúsaáhrifin hafa komiđ öfug út....
Ég skrapp í kaffi í morgun til stjórnarandstćđingsins í Bolungarvík - ţar er alltaf tekiđ á móti manni međ heitum kaffibolla - spjalli um menn og málefni. Já Jói er ađ verđa "síđasti móhíkaninn" - Framsóknarmađur međ stóru effi - hliđhollur Guđna og er líklegast bara sáttur viđ ađ Jón hafi tekiđ pokann og haft sig á brott - veit ţađ svo sem ekki en mér finnst gaman ađ segja ţađ - ţađ verđa ţá líklegast líflegar umrćđur nćst ţegar ég lít viđ. Í dag vantađi reynda Arngrím frá Dröngum - hann er sveittur viđ ađ taka á móti lömbum - allt ferhyrnt hornstrandakyn sem ku vera ţađ gáfađasta sem finnst. Kannski veitir ekki af enda Grímur genginn í Frjálslindaflokkinn - ţennan sem stofnandinn og forystusauđurinn sagđi sig úr.
En hvađ um ţađ - nú á ađ gera gamlan björgunarbát kláran í siglingar - búiđ ađ smala bátnum úr túninu og hann kominn heim ađ skemmu - vélin klár ađ mestu í skemmunni - og allt ađ verđa klárt.
Báturinn sem brátt mun ţeysast um Djúpiđ....
Og vélin er klár.... svona ađ mestu leyti. SABB '72 í fullu fjöri.
Heimasćtan Magnea međ Mola litla í fanginu - já stelpurnar á Hanhól eru mikil náttúrbörn - og nú er ein í viđbót komin í hópinn eins og má sjá á blogginu hennar Salvöru.
Já - ţó veđriđ sé leiđinlegt - er lífiđ skemmtilegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.