Að forgangsraða rétt - setja lífið í fyrsta sæti.

Það var heldur einmanalegt í gufunni í kvöld - hann Stjáni vinur minn er farinn suður aftur - nýtt mein fannst og ný geislameðferð að byrja. Auðvitað verður þetta tæklað - að sjálfsögðu er ekkert annað i boði - já maður getur ekki annað en dáðst að styrk þessa manns - góður maður búinn mikilli sálar ró - maður sem gott er að eiga sem vin.

Ef þú lesandi góður mátt vera að - sendu Stjána hlýjar hugarkveðjur - hann er búinn að forgangsraða og setur lífið númer eitt. Það mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.

Ég ætla að reyna að gera það líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sendi honum allar mínar bestu fyrirbænir. Það er erfitt að berjast fyrir lífinu sínu...gangi vel ! Vonum allt það besta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Vestfirðir

Vestfjarðabloggarinn sendir Stjána sínar bestu óskir um að allt gangi vel í meðferðinni.

Greinilega öflugur persónuleiki hér á ferð miðað við skrif Tolla. 

Vestfirðir, 26.5.2007 kl. 09:02

3 Smámynd: Skafti Elíasson

Hann er beintengdur við styrktarlínuna mína ! og ég býð mig fram sem gufufélaga !

Skafti Elíasson, 26.5.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband