Þriðjudagur, 22. maí 2007
Að vera negldur í höfuðborginni - mjög sársaukafullt og skilur eftir sig ör - í veskinu...
Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggann varð mér ljóst að ég hefði valkost - valkost um að vera heima eða fara suður og verða negldur af manni, mönnum eða jafnvel konu eða konum - í úníform.
Ég ætlaði nefnilega suður með fjölskylduna á morgun - keyrandi. En eins og allir sem hér búa og líklegast víðar á landsbyggðinni vita - þá hafði snjóað hressilega í nótt - og spáin er eins fram að helgi. Ég kemst því ekkert suður. Flugið er svo dýrt að það er ekki valkostur - og bíllinn er á sumardekkjum og því er það ekki valkostur að keyra suður. Ég á að vísu nagladekk á felgum - tilbúin til notkunar - en úniformin í höfuðborginni fá kikk út úr því að sekta saklausan landsbyggðarlýðinn - hef ég heyrt.
Svo að nú sitjum við heima - í snjónum og förum hvergi. Lífið gengur sinn vanagang fyrir sunnan geri ég ráð fyrir - án okkar.
Ég vona bara að eigendur Kambs á Flateyri séu á nagladekkjum þegar þeir fara suður með milljarðana.....því ég er viss um að starfsfólkið á ekki til skiptanna og hvað þá fyrir sektinni ef svo væri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki bara að setja keðjurnar í skottið ?
Skafti Elíasson, 22.5.2007 kl. 11:42
Blessaður Þorleifur. Þetta er áhugavert málefni. Mér hefur alveg fundist vanta umræðu um samgöngumál almennt. Ef Reykvíkingar ákveða að stytta notkun nagladekkja um einn mánuð í hvorn enda verðum við á landsbyggðinni að fá einhverskonar dekkjahótel í Borgarfirði.
Umræðan er öll um skip og því ekki hægt að tala um það sem meira máli skiptir. Ég vísa m.a. í furðulega orðsendingu frá Verk-vest í B.B. í vikunni. Ekki minnst orði á vegabætur en talað um þörf fyrir áætlunarskipi.
Gunnar Þórðarson, 23.5.2007 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.