Bjórinn bjargar byggðum landsins - stoppistöðvar pólítíkusanna.

Afi minn og alnafni þótti aldrei sérstaklega góður bílstjóri - ók um á ljósbláum skóda með hatt á höfði. Mér datt í hug ferðirnar með afa og ömmu til Dalvíkur á sunnudögum þegar ég sá að Steingrímur J var að nefna bjórverksmiðjuna á Árskógsströnd sem dæmi um nýsköpun - sem hún er auðvitað er - og sem í dag er víst fastur viðkomustaður pólítíkusanna - enda bruggtækin falleg og lyktin góð - og ekki skemmir ískaldur Kaldi á erilsömum kosningaferðalögum.

Málið var að afi var ákaflega vanafastur maður - hann fór til að mynda alltaf til Dalvíkur - út á Hól við Dalvík - á hverjum sunnudegi - í það minnsta á sumrin - en þaðan var hann ættaður og honum bar heilög skylda til að heimsækja frændfólkið sitt sem þar bjó - drekka með þeim kaffi og skoða slægjuna. Og við amma fórum með. Sá gamli var pinnstífur undir stýri - og við amma máttum ekki segja orð - áttum að sitja grafkyrr og steinþegjandi til að trufla ekki gamla við aksturinn - og guð hjálpi okkur ef við gerðumst svo djörf að snerta á stjórntækjunum - svo sem að stilla miðstöðina - þá fékk maður gúmorren.

En það var einmitt eftir eina af þessum sunnudagsferðum sem amma gamla spurði son sinn hann pabba "segggðu mér Ágúst, er allveg sama hvar á veginum ekið er?" - ha, hváir pabbi?? "jú bílarnir skjótast fram úr okkur - ýmist hægra megin eða vinstra megin - og ég má ekki spyrja hann Þolleif minn" sagði þá sú gamla. En afi hafði nú bara þann háttinn á að aka sem næst miðju vegarins - aldrei í hærri gír en öðrum og blásvartur strókurinn stóð aftan úr skodanum þegar hann brunaði eftir þjóðveginum út Eyjafjörðinn - honum kom ekkert við hvernig aðrir óku - hann hugsaði bara um sig - með silfurlitað merki fest í grillið á bílnum og sem á stóð 25 ára öruggur akstur.

Og nú er það víst svo að pólítíkusarnir hundsa fyrirtækin á Akureyri og bruna sem leið liggur í bjórverksmiðjuna á Árskógsströndinni - og svo getur maður bara giskað á aksturslagið á bakaleiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe, góður!

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

mjög skemtileg að lesa þetta....

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Skemmtilegt innlegg og vel skrifað! Góð "týpa" hann afi þinn. Maður að mínu skapi. 

Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Lengi lifi lagerinn!

Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 22:04

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Bara góð saga um góðan ökumann. Keimur af framsóknarstefnunni bara anað áfram og ekkert stopp úr flokknim

Þórbergur Torfason, 8.5.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband