Góð byrjun á slæmri martröð - sjö ára standpína.

Mér stóð ekki á sama þegar ég las frétt í einu af sænsku vefblöðunum http://www.expressen.se/halsa/halsoarkivet/1.668502 - en þar kemur fram að Carter nokkur er búinn að þjást af bölvuðum óþægindum síðastliðin sjö ár - honum reis hold og svo virðist sem það sé upprisið - hann nær'onum nefnilega ekki niður. Kaldir bakstrar og ísböð duga skammt - honum stendur á sama - harður á sínu. En auðvitað er þetta ekkert grín - og auðvitað stöndum við með karl greyinu - harkan sex - ekkert þýðir að gefast upp - þó hann langi að slá slöku við.

Jebb - steratröll, þetta er ábending til ykkar - hættið í pillunum ef þið ætlið ekki að "standa" í svona veseni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Mundi allt í einu eftir einum norðanmanni, Manga á 80, þegar ég las pistilinn... en hann var nánast rekinn af skrifstofuliðinu á Odda eftir að hafa skrifað í vinnubókina 4 tíma á að losna við standpínu...

Það kom svo á daginn að kallgarmurinn hafði verið að lagfæra trépalla sem hann stóð á við rennibekkinn, en naglar og alls kyns drasl hafði verið farið að standa uppúr pöllunum og honum fannst því orðin hálfgerð pína að standa á þessu.

Þorsteinn Gunnarsson, 8.5.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband