Bláa lónið - Vigur - Ósvör - Vel heppnaður ársfundur í Codlight-tech verkefninu.

Það var ekki laust við að ég sofnaði þreyttur í gærkveldi - ánægður en samt ósáttur.

Við í evrópska rannsóknaverkefninu codlight-tech (linkur hér til hliðar) kláruðum fyrsta rannsóknarárið með fundi á Íslandi. Það var þoka og kalsi sem tók á móti erlendu vísindamönnunum á Keflavík - en flestir voru þeir að koma úr ágætis hlýindum Skotlands, Hjaltlandseyja, Noregs og Svíþjóðar. En svona er Ísland í dag og ekkert við því að gera. Við það búið var stokkið upp í stóran og breyttan Econaline og brunað í bláa lónið. Og það hrein ánægja af því að geta farið með útlendinga í eins vel heppnaða afþreyingu og Bláa Lónið er - snyrtilegt og skemmtilega hannað.

Eftir gott stopp í Bláa Lóninu var haldið til Reykjavíkur - þar sem við fengum okkur að borða á Vegamótum - en einn úr hópnum hafði fengið skilaboð frá kollega í USA um að þar væri íslenskt augnkonfekt eins og hann orðaði það. Að sjálfsögðu voru skotarnir með tölfræðina á hreinu end er Ísland auglýst á Bretlandseyjum svo að þar sé hlutfall kvenna 3 gegn einum - ekki slæmum kostur að fara þangað í frí - og greinilegt að íslenski ferðaiðnaðurinn "kann að auglýsa Ísland" ...hmmm

Morguninn eftir héldum við Vestur -og fundir byrjuðu. Ekki ætla ég nú að eyða púðri í að útskýra niðurstöður en þær eru í stuttu máli mjög góðar - og því verður spennandi að byrja næsta rannsóknarár með það að markmiði að stytta eldistíma þorsks til muna - með tilheyrandi hagræðingu og auknum vaxtar möguleikum í greininni. Jákvætt það.

En það sem skiptir svo miklu máli þegar dagarnir fara í fundasetur - frá morgni til kvölds - er að hafa upp á eithvað að bjóða fyrir gesti sem eru komnir langt að. Og hér fyrir Vestan höfum við svo miklu meira en Perlu og pöbba - við höfum Vigur og Ósvör! En á miðvikudaginn fór hópurinn með Barða á Fengsæl -elsta trébát á Íslandi sem ennþá er í notkun - siglandi inn í Vigur - þar sem okkar beið dýrindis veisla - ekki bar í mat og drykk - heldur náttúrperla sem ábúendur hafa svo sannarlega haldið vel til - gestirnir voru dolfallnir yfir fegurð lands og eyju - nokkuð sem enginn má láta framhjá sér fara - ÉG BANNA ÞAÐ!

Og siglingin heim - út djúpið - allveg stórkostleg í sólarlaginu - magnað og teistan og lundinn í vorskapi. Ógleymanleg ferð með öllu.

Svona enduðum við fyrri fundardag - en í lok síðari fundardags skelltum við okkur í heimsókn í frystihús HG í Hnífsdal - þar sem erlendu gestirnir fengu að sjá vinnslu aflans í landi. Að heimsókn lokinni var keyrt sem leið lá út Óslhlíð - og það var ekki laust við að það færi um fólk þegar það sá stórgrýti og björg í vegakanntinum - fólk sem kemur úr landi þar sem skilningur er á mikilvægi þess að gera jarðgöng. Eftir þá áhugaverðu ökuferð var endað í Ósvör.

Ósvör er perla -  ekki bara í sögulegum skilningi heldur hefur Finnboga - Arngrími og fleirum tekist að byggja upp skemmtilegt safn - í anda gamalla tíma. Finnbogi vinur minn fór á kostum - enda klæddur í skinnsjógalla þess tíma - og runnu sögur af vörum. Heimsóknin var ógleymanleg. það er skylda þeirra er að Ósvör standa að hafa þar áfram menn sem kunna að taka á móti fólki og segja frá liðnum tímum - menn eins og Finnboga og Arngrím.

Þetta var semsagt vel heppnaður fundur að öllu leyti.

En því miður fyrir rannsóknaumhverfið hér á svæðinu þá tók stjórn AVS rannsóknasjóðs þá ákvörðun að veita Náttúrustofu Vestfjarða ekki rannsóknastyrk til að umhverfisrannsókna - rannsókna sem myndu leiða til betri þekkingar á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis - efla samstarf um rannsóknir - bæði innanlands og utan. Mjög skrítið í ljósi gæða verkefnisins og þess að að því standa helstu vísindamenn á sviðinu. OG LÍKA Í LJÓSI ÞESS AÐ RANNSÓKNIN FÆRI FRAM HÉR FYRIR VESTAN - ÞAR SEM UPPBYGGINGAR ER ÞÖRF -  UNDIR STJÓRN DR. ÞORLEIFS EIRÍKSSONAR HJÁ NÁTTÚRUSTOFU VESTFJARÐA. SEMSAGT ENGIR PENINAR FRÁ AVS Í UMHVERFISRANNSÓKNIR - ENGIR PENINGAR TIL BOLUNGARVÍKUR. SLÆMT MÁL FYRIR VÍSINDIN - SLÆMT MÁL FYRIR UMHVERFIÐ - SLÆMT MÁL FYRIR ÞORSKELDISIÐNAÐINN Í HEILD SINNI.Frown

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband