Buhuuuu heyrist úr Austfjarðarþokunni - setjum Hjörleif í umhverfismat - gefum svo olíuhreinsistöðvarumræðunni frí!

Flestir hafa skoðanir - reyndar sagði hinn mæti maður "dörtí Harrí: opinions are like assholes - everybody seems to have one..." - ekki orð um það meir. Auðvitað er ekkert að því að hafa skoðanir - en að þurfa að skrifa grein (visir.is í dag) sem fjallar um skýrslu Sólnes sem skrifuð var fyrir um 10 árum síðan og fjallar um mengun - og heimfæra það uppá staðreyndir dagsins í dag og vera svo hissa á því að ekki sé vitnað í þessa skýrslu í umræðunni um - já lesið nú: HUGSANLEGA - MÖGULEGA - PÆLINGAR UM OG KANNSKI - olíuhreinsistöð á Vestfjörðum er náttúrlega brandari. Ekki ósvipaður brandari og að tala um að endalausar ræður Hjörleifs á Alþingi hefðu þurft að fara í umhverfismat vegna óendanlegs magns af CO2 sem flæddu úr lungum þingmannsins.

Málið er nefnilega að Mongstad olíuhreinsistöðin við Björgvin í  Noregi er með um 2,7 milljónir tonna af CO2 í útsleppi á ári miðað við 10 milljón tonna ársframleiðslu. Og megnið er vegna þess að túrbínur stöðvarinnar eru drifnar af gasi - gasi sem ekki yrði raunin í rafmagnslandinu Íslandi. Og þar fyrir utan eru áform um -  og sem þegar eru komin af stað - að dæla CO2 niður í borholurnar aftur. Svo einfalt er það - og ekkert mál fyrir þann er áhuga hefur að kynna sér málið - sem náttúrlega kann að nota tölvu og internetið.

En auðvitað er ánægjulegt að sjá að vinstrigræni frændi minn sem ávallt er eins og klipptur út úr ítölsku tískublaði skuli vera vinur Sólnes - að Sólnesar skuli vera teknir í sátt - ekki gekk nú lítið á hér um árið þegar papa-Sólnes byggði Kröflu - þá heyrðist baulað frá vinstri og líklegast hefur Hjörleifur tekið þátt í því.

Ég er sammála Ólínu vinkonu minni - ljúkum þessari umræðu á málefnalegan hátt - leyfum sérfræðingum og næstu ríkisstjórn að taka ákvörðun - og sem byggir á vísindlegum rökum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Viðum að okkur upplýsingum með opnum huga, vinnum síðan úr þeim og á grundvelli þeirra ættum við að geta tekið upplýsta fordómalausa ákvörðun.  Setjum sérfræðingana í málið.  Mér sýnist það sama að stór hluti CO2 verði til við orkuframleiðslu vegna hreinsistöðvanna.  Því lengra sem pólítíkusar halda sig frá svona verkefnum, því betra.

Sveinn Ingi Lýðsson, 20.4.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband