MISSION NOTIMPOSSIBLE: BJÖRGUM EYJUM!

1rabbitÉg var að spá í það hér um daginn hvort ekki væri lausnin á kanínuvanda Eyjamanna fengin með páskaleik Þjóðverja - að siga hundum á kvikindin - en auðvitað eru páskarnir svo stuttur tími og hundarnir fáir. En hér kemur þetta - hann Karl frá Þýskalandi ætlar að senda nokkur svona krútt til Eyja og þær munu hrekja litlu ræflana á haf út! Að vísu er hann dálítið tregur í taumi því að hann sendi víst nokkur stykki til Norður Kóreu til að bjarga sveltandi þjóð en bansettur Kim Jong Il grillaði þær í afmælisveislunni hjá sér - svo að alþýðan í kóreu sveltur enn.

Nú er það bara spurningin hvort Eyjamenn éti kanínurnar í lundaleysinu - tja hver veit en við vonum það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Hva er komin st.bernards kanínur ?

Skafti Elíasson, 15.4.2007 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband