Að fara í pútnahús getur dregið dilk á eftir sér segja bæði Magic Johnson og sveinki - betra að setja öryggið á oddinn þegar íþróttir eru annarsvegar.

Mikið er fjallað um hugsanlegan fluttning Eiðs Smára frá Barselóna til Manséstér Júnætíd. Stundum er hann spurður en stundum er bara eins og honum komi þetta ekkert við - mæti bara til vinnu og standi sína plikt. En líklegast má nú telja að ferðum fótboltaáhugamanna til Bretlands muni fjölga þegar "okkar" maður er kominn þangað á ný. Og þeim sem hugsanlega hyggja á slíka ferð er hollt að setja öryggið á oddinn - vera ekki með neina stæla og passa sig á útlendingunum.

Eftirfarandi sögu má taka sem dæmisögu um hvernig slík ferð getur snúist upp í öndverðu sína - sett strik í reikninginn og dregið dilk á eftir sér.

Sagan er af úngum piliti að norðan - köllum hann bara sveinka - en sá hefur alla tíð verið mikill Arsenal aðdáandi - svo mikill að minnstu munaði að ekki tækist að ferma pilt því fermingin stangaðist á við athöfnina í Akureyrarkirkju - en það er önnur saga - og miklu lengri. En í tölu trúenda komst sveinki og er enn. Að vísu er hann genginn úr Arsenalklúbbnum - honum ofbauð þegar Arsenal gerði jafntefli eftir að hafa sett met í ensku deildinni í fjölda sigurleikja í röð. Já hann fékk nóg af aumingjaskapnum - og gekk úr klúbbnum eftir 30 ára dvöl.

En sem sagt - til Lundúna skyldi sveinki fara - sjá leik og jafnvel menningarlíf borgarinnar - en það birtist mörgum íslendingnum sem barþjónn á búllu. Að vísu byrjaði ekki ferð sveinka vel - því kall náttúrlega gleymdi passanum norðan heiða og þurfti að útvega bráðabirgða passa á keflavíkurvelli - og þá hefði auðvitað fyrsta varnaðarklukkan átt að hringja. En það gerðist ekki  og í staðinn skellti sveinki í sig öllara klukkan sexþrjátíu um morguninn - enda alvöru maður á útferð - á vit ævintýra.

þegar til Lundúna koma - tékkaði sveinki sig inn á hið rammíslenska hótel sem ég kalla svo þar sem það er, eða í það minnsta var vinsæll gististaður íslendinga - YMCA hótel - við Oxfordstræti að mig minnir. Settist inn á barinn og fékk sér neðan í því - enda ekki daglegt brauð að maður komi á bar þar sem bæði er píanó og þeldökkur barþjónn sem heitir Gustav. Og var sveinki ekki lengi að tengja og kallaði ræfils barþjóninn ekkert annað en "black-man-Ray" það sem eftir lifði ferðar og til heiðurs goðsögninni "blind-man-Ray". En nú fara leikar að æstast - sveinki kominn í stuð - og leikurinn brátt að byrja. En ekki verður frekar fjallað um leikinn sem slíkan - því ferðasagan fjallar um ferðina og söguna sem henni fyglir.

Að leik loknum má hreinlega segja að sveinki hafi verið orðinn svart-fullur. Þetta sumbl og sú staðreynd að sveinki var í slíkum ham að fátt var honum ófært endaði með því að hann reif sig úr öllu nema grænum brókunum - sveipaði um sig sovéska fánanum og hvarf út af hótelinu - já hann hafði nefninlega keypt sér sovéska fánann þegar hann kom af leiknum - hjá götusala.

Ekki fara neinar spurnir af sveinka fyrr en daginn eftir þegar fara átti heim - þá var risið lægra á sveinka - bakkus bróðir gufaður upp og móri sestur í hans stað. Og ekki var hann til frásagnar um hvert hann hefði farið eða hvað hann hefði gert. Að vísu benti ýmislegt til að hann hefði lent á einhverskonar pútnahúsi - ekki orð um það meira.

Þetta þótti samferðamönnum hans ansi skondið - og allveg til þess fallið að grínast með. Fóru þeir nú hver af öðrum að þakka sveinka samvistirnar - skemmtileg kynni - og báðu hann vel að lifa - þann stutta tíma sem hann ætti eftir. "Hví og hva.." voru svör sveinka - hví hugðu þeir honum ekki líf? "Jú sjáðu til sögðu þeir - eftir pútnahúsferðina - án öryggishjálms á oddi - ertu líklega sýktur". "Já af þessu eidsi". Og nú var sveinka öllum lokið - minningarnar sem höfðu ekki látið sjá sig komu nú hver af annarri - ekki endilega í réttri tímaröð - en líkt og púsluspil pössuðu brotin saman. Og myndin var ófögur svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Svo var flogið heim - flestir ánægðir með úrslit leiksins - en sveinki niðurlútur og skömmustulegur - blótaði í hálfum hljóðum - dæsti og skalf.

Svo líða nokkrir dagar. Sveinki viðar að sér allskyns upplýsingum um þennan banvæna sjúkdóm -sem á þessum tíma var ekki mikið í umræðunni. Þurrkaði upp bæklingamarkaðinn á heilsugæslustöðvum og tannlæknastofum - og á endanum var hann orðinn einn helsti sérfræðingur í eids. Og árangurinn lét ekki á sér standa - hann var hreinlega löðrandi í einkennum. Út um allt - meira að segja rispa á milli stórutánna sagði sína sögu. Heimsóknin á pútnahúsið dró dilk á eftir sér. Og því meira sem sveinki las - því betur varð hann að sér - og því betur skildi hann að nú væri stutt í endalokin.

Hann mætti að vísu til vinnu -  þar sem hann starfaði á næturvöktum í verksmiðju á Akureyri - stóð þar og skalf - ýmist af kulda eða hita - og svo þegar pásur voru, kaffi eða matartímar þá las sveinki - og las - og las - og greindi einkenni. Allt bar að sama brunni - það var sama hvað hann las - staðreyndirnar hrúguðust upp - hann var með þetta eids. Nú var svo komið að sveinki var óvinnufær - kallaður var til læknir en fann ekkert að sveinka - sem lá heima hitalaus í skjálftakasti. Á endanum veiðir læknirinn upp úr sveinka hluta úr ferðasögunni. Situr þögull og hlustar á sveinka kveina um konur og vín - óheppni og heimsku. Í lok viðtals fær sveinki tíma hjá  sérfræðing til frekari rannsókna - og blóðprufu.

Þegar niðurlútur Arsenalaðdáandinn mætir í viðtalið - segir sérfæðingurinn hátt og snjall svo sveinka fannst þetta glymja um húsið allt "komdu með kónginn lagsmaður" - stroksýni var tekið og blóð dregið. "þú færð niðurstöðurnar á miðvikudaginn fyrir klukkan 15". Og með þetta fór sveinki út - vitandi það að næstu daga myndi hann telja alla klukkutíma, mínútur og sekúndur - nokkru sinnum. Úff.

Svo líður tíminn - það kemur mánudagur - þriðjudagur og loks örlagastundin. Og klukkan tifar - er í tvo tíma að færast um fimm mínútur - og sveinki bíður. Svo verðu klukkan tvö - engin símhringing - hálf þrjú - engin símhringing - ......ÞRJÚ!!...engin hringing. Sveinki rýkur upp - rífur símann úr sambandi og stingur aftur í samband - ring....ring.....hrópar síminn og sveinki rífur upp tólið "HALLÓ" svarar hann útúrtaugaður....-  "eretta sveinki" er spurt...."JÁ" svarar sveinki. "Já, niðurstöðurnar eru komnar.....tiktiktikktikktikk....klukkan tifar...tifar.......og þær eru neikvæðar" segir röddin. Sveinki missir símtólið - grípur um höfuð sér og æviminningarnar fljúga í gegnum huga hans - allt sem hann ætlaði að gera en gerði ekki - og þetta sem hann gerði en átti ekki að gera. "hallóóóó´"....heyrist þá úr tólinu". Sveinki tekur upp tólið "haahhhhallló" segir hann veikri röddu - "heyrðu lagsmaður" er sagt úr símtólinu - hvellri röddu "sveinki minn - neikvætt í læknisfræði er jákvætt fyrir sjúklínginn"...- "ha?" segir sveinki - "já og mundu svo eftir smokknum.....". Með það leggur læknirinn á og hverfur til sinna starfa. Sveinki var endurfæddur - Það var eins og sveinki hefði fengið doðasprautu í rassinn - nýtt líf með nýjum tækifærum - og hættum - en núna með öryggið á oddinn.

Já það er betra að passa sig þegar maður er úngur maður að norðan - í útlöndum. Sveinki hefur allveg náð sér af þessum krankleika og lifir öruggu lífi í dag. Er að ég held á ferðalagi um Rússland - vonandi bólusettur fyrir berklum.

seisei já.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband