Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Borgarafundurinn í Hömrum Ísafirði - ræðan mín.
Það komst á síður bb.is að einhver kurr væri í mönnum yfir hverjir væru hvar að segja hvað um hvern og hversvegna og guðmávitahvað. Ég ætla því að setja hér ræðuna sem ég var með fyrir framan mig í pontunni í Hömrum - þó svo að ég hafi kannski ekki lesið hana orðrétt upp - en eins og prestarnir þá þarf maður texta til að legga út af. Og hér kemur þetta:
Ágætu Vestfirðingar og aðrir gestir. Ég sat á kaffistofu þróunarsetursins og dreypti á kaffi. Mér var litið á útprentað línurit sem upplýsti mig um að þróun búsetu á Vestfjörðum hefur verið í eina átt. Þetta línurit minnti mig um margt á þróun þjóðþekkts fyrirtækis á Reykjavíkursvæðinu sem ég starfaði hjá í 3 ár - og sem til stóð að veita ríkisábyrgð uppá 20 milljarða. Í dag lesum við um stöðu þess fyrirtækis á síðum dagblaðanna. En ég ætla mér ekki í þessari tölu minni að ræða neitt frekar um fyrirtækið fyrir sunnan heldur ætla ég að tala um möguleikana hér fyrir vestan. Ég segi möguleika vegna þess að á sviði lífvísinda náttúrvísinda, eru möguleikarnir svo sannarlega til staðar. Líta má á Vestfirði sem náttúrulega rannsóknastofu hvað meina ég með því? Jú, þegar vísindamenn stunda rannsóknir þá eru þær af tvennum toga annarsvegar svo kallaðar rannsóknastofu-rannsóknir þar sem allt er unnið við mjög stýrðar aðstæður og svo hinsvegar við náttúrulegar aðstæður. En því miður þá er oftar en ekki mjög erfitt að yfirfæra rannsóknastofu vinnuna í náttúrulega umhverfið. Og þetta er einmitt málið hér fyrir Vestan við höfum hér aðstæður sem henta ákaflega vel fyrir fjöldann allan af rannsóknum í náttúruvísindum allt frá eldi sjávarlífvera til rannsókna á gróðursamfélögum á Hornströndum. Og mig langar að nefna það að ég átti gott samtal við einn helsta sérfræðing norðmanna á sviði lífrænnar ræktunar og sú ágæta kona tjáði mér það að Vestfirðir gætu verið ákaflega hentugt svæði til að stunda lífræna ræktun sambærileg svæði í Noregi væru að gefa góða raun er þetta etv. tækifæri sem vert er að skoða? En hvað er að eiga sér stað þessa dagana á sviði rannsókna í þorskeldi í sjó.? Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að ákvörðun var tekin um eflingu rannsókna hér fyrir vestan á sviði þorskeldis þá hefur eftirfarandi átt sér stað: Evrópuverkefni með þátttöku Matís og tveggja Vestfirskra fyrirtækja.og fjöldi íslenskra verkefna á sviði eldis vinnslu og gæðamála í fiskvinnslu. Og hvað svo hvert er framhaldið. Niðurstöður þær sem við erum að sjá núna úr þessum verkefnum skila sér í frekari uppbyggingu afhverju? Jú vegna þess að eftir þessu er tekið við erum að skila árangri. Og hvað er það sem ég vil sjá í nánustu framtíð:- Að hér verði áframhaldandi uppbygging á svið rannsókna í þorskeldi að fjármunum verði varið í frekari uppbyggingu á rannsóknaaðstöðu.
- Að starfsemi Náttúrstofu Vestfjarða verði efld til muna með þátttöku ríkis og allra sveitarfélaga á vestfjörðum og staðsetning sérfræðinga verði dreyfð um Vestfirði.
- Að hér verði miðstöð umhverfisrannsókna tengdum eldi í sjó og það verði gert með 5 ára föstu framlagi frá ríki sem mun skila sér í öflugu rannsóknastarfi en nú þegar hafa erlend eldisfyrirtæki lýst yfir miklum áhuga á samstarfi við Matís og Náttúrstofu Vestfjarða um slíkar rannsóknir.
- Að hér verði öflugt samstarf við Háskóla landsins og nemum á sviði náttúrvísinda verði gert kleift að stunda hér hluta af námi rannsóknaverkefni í samstarfi við vísindamenn á svæðinu.
- Að hér verði stofnaður öflugur sumarháskóli að hingað verði fengnir erlendir vísindamenn til að starfa við kennslu og rannsóknir í hluta af sumri skóli sem ekki er bara fyrir nema heldur líka vísindamenn úr alþjóða vísindaumhverfinu að koma saman og stunda rannsóknir og ræða málin.
- Hverjar eru þarfir fyrirtækja á landsbyggðinni?
- Hvernig er hægt að gera landsbyggðina að spennandi kosti fyrir nemendur á háskólastigi?
- Hvernig gerum við menntafólki kleift að fara til starfa út á landsbyggðina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.