Mánudagur, 9. apríl 2007
Forsetinn og gróðurhúsaáhrifin.
Mér fannst einkar athyglisvert að sjá að forseti Íslands er farinn að semja fyrirlestur um hlýnun jarðar-gróðurhúsaáhrifin - og hvernig Íslendingar hafa lagt sitt af mörkum í þeim efnum - ég geri að minnsta kosti ráð fyrir því. En þannig hljómar það - en hann ætlar að kynna fyrir umheiminum hvernig hægt er að nota Ísland sem "litla rannsóknarstofu" í þeim fræðum - enda hafa Íslendingar auðvitað gert allt sem hægt er að gera til að taka þátt í þeirri þróun.
Íslendingar hafa nefninlega verið þjóða duglegastir við að þurrka upp það votlendi sem til er í landingu og nú er staðan einfaldlega sú að lítið sem ekkert er eftir af votlendi landsins - með tilheyrandi sinubrunum og eyðimerkurmyndunum. Ætli þar hafi ekki farið fremstir í flokki íslensku bændurnir sem vildu yrkja jörðina - grófu skurði um allar jarðir til að drena landið - ætluðu sér að gera tún - rækta jörðina - en eftir stendur örótt land með fækkandi búfénaði - staðreyndin er nefninlega sú að minnstur hluti þess lands sem vatni var hleypt úr var nokkurtíma ræktað.
En hvað þýðir þetta - jú auðvitað það að gríðarlegt magn kolefnis hefur losnað út í andrúmsloftið - kolefni sem annars var bundið í jarðveginum - og nýtist núna til að taka þátt í að gleypa geisla sólar og hækka hitastigið í umhverfinu.
Og ekki má gleyma bílaeign landsmanna - sem ku vera númer eitt eða tvö í heiminum sé miðað við höfðatölu. Já þar höfum við Íslendingar svo sannarlega ekki setið hjá - nei. Enginn er maður með mönnum nema að eiga nokkra - og nú síðast vera með bílstjóra svo ekki þurfi að drepa á bílnum þó maður skreppi í óperuna eða kokteil.
En bisness menn sjá nú yfirleitt monnípeninga í flestu - og er mengunin ekki undanskilin. Jú nú er skógrækt orðin að iðnaði - þar er víst hægt að selja mengunarkvóta - nýjasta kvótabraskið. já ekki er nú öll vitleysan eins.
Já við erum svo sannarlega lítil rannsóknastofa í þessum efnum - og ég hreinlega get ekki beðið eftir því að forseti Íslands birti fyrirlesturinn á netinu - svo að við - lýðurinn í landinu - fáum notið viskunnar eða í það minnsta fengið upplýsingar um hvað hann er að tjá sig um - nema að hann sé náttúrlega að gera þetta til að hífa upp annars lélega laun - ná sér í smá bitling - aukatíma - og noti sinn prívat tíma til þess. Forsetinn er nefninlega Íslendingur og Íslendingar eru tækifærissinnar. Meira að segja forsetafrúin er orðin Íslensk - notaði áreksturinn við skyltið til agítera fyrir skíðahjálmum - það er vel.
http://www.visir.is/article/20070409/FRETTIR01/70409022
tja, ég bíð spenntur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.