Laugardagur, 7. apríl 2007
Enn eitt áfall Frjálslyndra - hvað segir Lögmaður Magnússon núna?
já það er búið að sanna það vísindalega - það er enginn X-faktor í Íslendingum. Og nú þurfa þeir félagar fiskifræðingurinn og lögmaðurinn að kokka upp nýja varíasjón af innflytjenda grautnum sínum - sem leyfir útlendingum með X-faktor að flytja til landsins. Fara líklegast létt með það. Geta fengið í lið með sér líffræðinginn utangáttar sem búsettur er núna í mínum gamla heimabæ Akureyri.
En Færeyingurinn Jógvan sigraði með yfirburðum. Átti það líklegast skilið ef marka má 70% kosningafylgi. Hef heyrt hann syngja í einhverjum af þáttunum og fannst hann gera það vel. En ég er svo fyrirsjáanlegur og mikill landsbyggðarmaður að ég skil ekkert hvað þetta X-Faktor er eiginlega?? Bara ekki hugmynd. En auðvitað er það mér léttir að þurfa ekkert að hafa áhyggjur af því enda er þetta ekkert til á Íslandi. það er til í Færeyjum. Sem er náttúrulega til að rugla mig ennþá meira - þar eru víst samkynhneigðir ílla séðir og ekkert Gay-pride - það hefur mér nefnilega alltaf þótt eithvað svo mikið X-factor - en hvað veit ég?
En semsagt maður lærir alltaf eithvað nýtt. Ég var bara eins og allir aðrir hér á Ísafirði niður á Ásgeirsbakka í gærkveldi að horfa og hlusta á fjölda stórskemmtilegra hljómsveita spila tónlist af öllum gerðum - allt frá Franskri hljóð- og hreyfilist í þrælgóða stráka úr 10 bekk grunnskólans. En það er víst enginn X-faktor - enda engin Smáralind hér - bara Ásgeirsbakki með lágmenningarfólk.
Æji, mér finnst bara gott að vera svona einfaldur landsbyggðarlágmenningarlúði. Setjum bara X við landsbyggðina í ár!
það er mín skoðun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.