Miðvikudagur, 21. mars 2007
Djöfull ertu vitlaus Tolli....ótrúlegt!
Ég hef alltaf gaman af málefnalegum umræðum. Sérstaklega þegar menn hafa eithvað að segja. Ég skrifaði stutt blogg um Monu Sahlin og ræðuna sem hún hélt sem nýr formaður jafnaðarmanna í Svíþjóð - og sem fór svona fyrir brjóstið á "óskráðum" - EN sem hann nennti að kommentera á með þessu líka snilldar kommenti sem ég nota í fyrirsögninni.
Já það er auðvitað vandlifað og það þekkir auðvitað Mona Sahlin ákaflega vel - reyndar eins og vinkona hennar Gudrun Schyman líka.
En það er Göran Persson sem fer á kostum - sá sem laug því að vera með próf í viðskiptafræði - sem hann var ekki með - hann var að vísu búinn að vera í skóla - átti bara eftir að klára prófin. En nú er semsagt kallinn alveg að spila út og lætur ekki nægja að ráðast á Carl Bildt heldur er hann eins og naut í flagi. Hann hreinlega fer hamförum í yfirlýsingum um hina og þessa - þverpólítískt og ópólítískt. Kannski er Göran í fráhvarfi eftir hrun jafnaðarmanna í síðustu kosningum. Verst að ekki skuli vera sama kerfið í Svíþjóð og hér - þar sem mönnum er bara skúbbað í Seðlabankann til að þeir þegi - eða eigi í það minnsta að þegja.
Já svona getur verið erfitt að sætta sig við tap - að vera tapari - lúser eins og unglingarnir segja. Og nú verður spennandi að sjá hver tapar í vor - og hvað gerist þá - hver fer verður fúll á móti - hver endar í Seðlabankanum.....hér fyrir Vestan.
En í það minnsta - "óskráður" takk fyrir að koma svona fyrir mig vitinu. Nú sé ég ljósið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.