Þriðjudagur, 20. mars 2007
Gríðarleg snjóflóð féllu við Ísafjörð í morgun - rúta með hóp nemenda úr Menntaskólanum slapp naumlega - ..eða ekki...
Já svona geta fyrirsagnir dagblaðanna litið út - og gera stundum að hluta - En allt þetta upplifði ég í morgun. Menntaskólanemar við MÍ eru búin að bíða spennt eftir að komast í ferðalag til Frakklands - og bíða enn. En í morgun var ljóst að vart yrði flogið til Reykjavíkur - slíkt var veðrið. Og þá er plan B að sjálfsögðu að keyra - með rútu - vetrarleiðina sem er jú hátt í 100 km lengri en sumarleiðin.
Og þar sem sambýliskona mín - móðir fóstursonar míns - er kennari og annar fararstjóra þá læt ég þetta mál mig varða. Það gerði ég semsagt í morgun og þar sem ég stóð ásamt nokkrum kennurum MÍ við glugga kaffistofunnar og horfði yfir Skutulsfjörðinn - skömmu fyrir brottför rútunnar - þá kemur annað tveggja snjóflóða úr Kirkjubólshlíð gegnt Ísafjarðarkaupstað - og aðeins mínútum seinn það síðara. Eðlilega var fólki mjög brugðið því ekki hefði þurft að spyrja um afdrif rútufarþega hefði rútan verið þar á ferð. Um var að ræða tvö mjög stór snjóflóð - svo stór að vegargerðin þurfti frá að hverfa - líklegast vegna hættu á fleiri snjóflóðum. Og nú bíða krakkarnir í skólanum og Frakklandsferðin er í hættu - því flogið verður frá Keflavík eldsnemma í fyrramálið.
Þetta er fyrsa upplifun mín af snjóflóði - og úr fjarska var hún bæði ógnvekjandi og hrikaleg - ég gerði mér nefninlega ljóst um hvurslags ofurkrafta er að ræða - krafta sem eyða öllu sem í vegi verða - og sem aðeins er hægt að forðast með JARÐGÖNGUM.
AFHVERJU ÞARF AÐ RÉTTLÆTA JARÐGÖNG - OG BÍÐA - OG BÍÐA.
Það get ég ómögulega skilið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.