Föstudagur, 9. mars 2007
Kosningaskrif - nokkrum árum of sein á ferðinni...
- Samstarf: Nú þegar er myndaður öflugur hópur innlendra og erlendra vísinda- og eldismanna. Þessir aðilar hittast reglulega, síðast í Björgvin í Noregi og verður næsti fundur haldinn á Ísafirði í Maí. Sem dæmi um þátttkendur í því samstarfi má nefna: Matís ohf., Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Alfsfell ehf., Hafrannsóknastofnunin, Náttúrustofa Vestfjarða, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Vaki-DNG, Stirling háskóli í Skotlandi, Gautaborarháskóli í Svíþjóð, Landbúnanaðarháskólinn í Uppsala í Svþjóð, Hafrannsóknastofnunin í Björgvin í Noregi, Intravision Group í Oslo í Noregi og svo mætti lengi, lengi telja. Fyrirhugaður fundur er á Ísafirði árið 2009 í einu af mörgum rannsóknaverkefnum sem Matís ohf., á Ísafirði tekur þátt í áætlaður fjöldi fundargesta er hátt í 200 enda um gríðarlega stórt verkefni að ræða með heildarveltu um 120 milljón evrur.
- Rannsóknir. Fjölmargar rannsóknir eru þegar farnar af stað og allar eiga þær sammerkt að tengjast Vestfjörðum. Þessar rannsóknir eru flestar til lengri tíma yfirleitt 3-5 ár sem er sá tími sem rannsóknasjóðir miða yfirleitt við.
- Áherslur. Þær áherslur sem eru í rannsóknum á fiskeldi í sjó tengjast flestar því sem talið er nauðsynlegt á hverjum tíma. Ekki er um geðþótta ákvarðanir að ræða heldur er gengið út frá vísindalegum rökum og þörfum fiskeldisiðnaðarins. Sem dæmi um áherslur í rannsóknum sem þegar er byrjað að vinna eru: Líf- og lífeðlisfræði þorsks í eldi, sameindalíffræðilegar rannsóknir á þorski með tilliti til vaxtar, gæða og kynþroska hjá þorski í eldi, áhrif sjókvíaeldis á umhverfi, samspil eðlisfræðilegra umhverfisþátta og sjókvíaeldis, velferð fiska í eldi.
Niðurstaðan og staðreynd málsins er því sú að uppbygging er þegar hafin og mun halda áfram með þátttöku aðila úr vísinda og atvinnulífinu. Sú uppbygging mun hinsvegar þurfa allan þann stuðning sem ríki og sveitarfélög geta veitt og talsmenn slíkrar uppbyggingar eru þeir sem landinu stjórna og kosnir til starfans af fólkinu öllu. Ég á því ekki von á öðru en að Sólborg og hennar fólk komi hingað Vestur og heimsæki okkur sem að uppbyggingunni vinna og skrifi nýja grein um hve vel henni hafi litist á allt saman og hvað þau hlakki til að stiðja við bakið á þeim hugmyndum verkefnum og tækifærum sem hér eru.
Það er mín skoðun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.