Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
I strongly believe that man and fish can live together in peace!
Svo byrjar tilvitnun í orð bandaríkjaforsetann Bush sem hann viðhafði einhverju sinni....er mér sagt.
Og afhverju ekki að hafa titilinn á ensku - í ljósi þess að nú stendur yfir Food and Fun....þar sem fiskur er væntanlega borinn fram.
En það er nú samt ljóst að við þetta getum við ekki staðið - enda er málið ekkert flóknara en að við römbum á barmi ofveiði - í það minnsta á þorski.
Það er því ákaflega jákvætt hvað stjórnvöld hafa verið dugleg að leggja fé í uppbyggingu á þorskeldi á landinu - einkum og sér í lagi með tilkomu 500 tonna kvóta til áframeldis á þorski sem Sjávarútvegsráðherra veitir.
Tilhvers kann einhver að spyrja - svarið er einfalt, með þessu móti hafa ýmsir aðilar fengið kvóta til eldis og skapað ómetanlega þekkingu á sviði þorskeldis.
Ég var staddur á ráðstefnu um þorskeldi í Björgvin í Noregi í síðustu viku og þá varð mér ljóst hve vel við Íslendingar stöndum í þekkingu á eldi og vinnslu. Við erum á réttri leið og það þrátt fyrir að margfallt minna fjármagni sé veitt í rannsóknir hér en í Noregi.
En hver er ástæðan? Í mínum huga er hún sú að samvinna fyrirtækja í fiskiðnaði og rannsóknastofnana hefur verið með ágætum og má sem dæmi nefna samstarf Hraðfrystihúss Gunnvarar í Hnífsdal og Matís ohf. (áður Rf).
Við höfum nefninlega skilið mikilvægi þess að starfa saman - starfa saman að sameiginlegum vandamálum!
Ég legg til að fólk kynni sér þetta - smakki eldisþorskinn sem ég fullyrði að sé besti fiskur í heimi - hætti að bera hann saman við villtan þorsk því þetta er allt önnur vara - þetta er eldisþorskur sem skal borða sem slíkan - og njóta!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.