Færsluflokkur: Sjónvarp

Krökkum kennt að fikta - í beinni í Kastljósi.

Mér gjörsamlega ofbauð sá hluti Kastljós þáttarins þegar eðlisfræðingur var fenginn til að kenna krökkunum að fikta með örbylgjuofn. Ýmislegt spennandi er hægt að gera og mikið var ég glaður að svo ábyrg umræða skuli eiga sér stað - eða EKKI!

Hvað á þessi endemis vitleysa að þýða - er nú ekki nóg að þessir krakkar sprengi af sér útlimi á gamlárskvöld þó við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þau byrji að dunda sér við tilraunir í eldhúsinu líka? Ég bara spyr. Og tala ég af reynslu - þótti uppátækjasamur - en fékk nú samt aldrei eins flotta kennslu og þá er var í Kastljósinu í kvöld.

Maður er hálf feginn að hundurinn kemst ekki í öllarann......látum poppkornið nægja.

það er mín skoðun.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband