Færsluflokkur: Dægurmál

I strongly believe that man and fish can live together in peace!

Svo byrjar tilvitnun í orð bandaríkjaforsetann Bush sem hann viðhafði einhverju sinni....er mér sagt.

Og afhverju ekki að hafa titilinn á ensku - í ljósi þess að nú stendur yfir Food and Fun....þar sem fiskur er væntanlega borinn fram.

En það er nú samt ljóst að við þetta getum við ekki staðið - enda er málið ekkert flóknara en að við römbum á barmi ofveiði - í það minnsta á þorski. 

Það er því ákaflega jákvætt hvað stjórnvöld hafa verið dugleg að leggja fé í uppbyggingu á þorskeldi á landinu - einkum og sér í lagi með tilkomu 500 tonna kvóta til áframeldis á þorski sem Sjávarútvegsráðherra veitir.

Tilhvers kann einhver að spyrja -  svarið er einfalt, með þessu móti hafa ýmsir aðilar fengið kvóta til eldis og skapað ómetanlega þekkingu á sviði þorskeldis.

Ég var staddur á ráðstefnu um þorskeldi í Björgvin í Noregi í síðustu viku og þá varð mér ljóst hve vel við Íslendingar stöndum í þekkingu á eldi og vinnslu. Við erum á réttri leið og það þrátt fyrir að margfallt minna fjármagni sé veitt í rannsóknir hér en í Noregi. 

En hver er ástæðan? Í mínum huga er hún sú að samvinna fyrirtækja í fiskiðnaði og rannsóknastofnana hefur verið með ágætum og má sem dæmi nefna samstarf Hraðfrystihúss Gunnvarar í Hnífsdal og Matís ohf. (áður Rf).

Við höfum nefninlega skilið mikilvægi þess að starfa saman - starfa saman að sameiginlegum vandamálum!

Ég legg til að fólk kynni sér þetta - smakki eldisþorskinn sem ég fullyrði að sé besti fiskur í heimi - hætti að bera hann saman við villtan þorsk því þetta er allt önnur vara - þetta er eldisþorskur sem skal borða sem slíkan - og njóta!

ÞTolliað er mín skoðun á málinu.


Fyrirtæki %u2013 Menntun %u2013 Háskólasetur: Möguleikar landsbyggðarinnar.

Í mínum huga felst framtíð landsbyggðarinnar í uppbyggingu þeirra fjölmörgu fyrirtækja og rannsóknastofnana sem starfa á landsbyggðinni. Því miður er staðreyndin sú að þessi fyrirtæki og rannsóknastofnanir eiga oft á tíðum erfitt uppdráttar – einkum og sér í lagi vegna skorts á hæfu starfsfólki, menntuðu starfsfólki sem fær næga atvinnu á höfuðborgarsvæðinu.  En hér komum við einmitt að merg málsins. Hvernig fáum við þetta unga menntafólk út á landsbyggðina í störf sem henta þeirri menntun sem þau stunda og sem skilar sér í vexti landsbyggðarfyrirtækja óháð því hvort búið sé að þvera fjörð eða bora fjall. En áður en lausnin kemur verðum við að spyrja okkur spurninga:
  1. Hverjar eru þarfir fyrirtækja á landsbyggðinni?
  2. Hvernig er hægt að gera landsbyggðina að spennandi kosti fyrir nemendur á háskólastigi?
  3. Hvernig gerum við menntafólki kleift að fara til starfa út á landsbyggðina?
 Lausnin er miklu nær okkur en við höldum og felst einfaldlega í samþættingu ofangreindra þriggja þátta.  Með því að gera þarfagreiningu fyrirtækja á landsbyggðinni, skoða hvar skóinn kreppir og hvað þurfi að gera til að efla þau og markaðssetja er fyrsta skrefið stigið. Annað skrefið væri síðan stigið með því að gera nemendum í ýmsum greinum fjárhagslega mögulegt að flytjast í það minnsta tímabundið út á landsbyggðina og starfa að verkefnum, sem nýtast sem hluti af námi, hjá landbyggðarfyrirtækjum. Og síðasta skrefið væri stigið, og sem reyndar er stigið til hálfs, með því að skapa náms og vinnuaðstöðu á formi háskólasetra í viðkomandi landshluta. Og hér er lausnin:1.      Fyrirtækin gera þarfagreiningu með hjálp t.d. atvinnuþróunarfélags viðkomandi sveitarfélags/landshluta. 2.      Þeir nemendur sem kjósa að gera námsverkefni hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni hljóti dvalarstyrk (ekki enn eitt lánið) sem nemur framfærslu skv. reglum LÍN og sem gerir þeim búsetu á landsbyggðinni mögulega og  hefði lítil sem engin áhrif á rekstur viðkomandi fyrirtækis.3.      Náms og vinnuaðstaða ásamt tengslum við leiðbeinanda eða skóla viðkomandi námsmanns yrði Háskólasetrið í landshlutanum. En markmið uppbyggingar háskólasetranna hlýtur að hafa verið til að efla landsbyggðina. Hver borgar svo brúsann? Jú, kostnaður við hvern nema hlýtur að teljast lítill miðað við ávinninginn sem fengist með þessu – ávinning á formi bættra rekstarmöguleika fyrirtækja, sérmenntun nema og ekki síst auknum líkum á því að þeir kjósa að nota þetta tækifæri til að kynnast landsbyggðinni, ílengist eða jafnvel setjist að á viðkomandi stað. Þetta er því landsbyggðarmál sem ætti að vera þverpólitískt og í raun samtarf ríkis og sveitarfélaga sem stofna ættu sérstakan sjóð til úthlutunar í þetta verkefni. Vestfirðir eru ákjósanlegur fyrsta tilraun – eini landshlutinn þar sem stóriðja hefur ekki komið til tals. Tolli

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband