Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svíar gáfu tóninn - nú er það okkar að endurtaka leikinn.

Það gafst vel trixið á Parken - að fá blindfullan dana til að hlaupa inn á völlinn og stöðva leikinn - álíka vel heppnað og aukaspyrnan hjá Thomas Brolin á HM94. Auðvitað var þetta planað - maðurinn býr í Gautaborg og er að auki búinn að kaupa hús þar - fær líklegast vel greitt fyrir uppátækið og getur staðgreitt húsið.

Og nú er auðvitað málið fyrir okkur íslendinga að gera hið sama - eigum fullt af misvitrum löndum í svíaríki sem væru meira en til í að hlaupa inn á völlinn og stöðva leikinn - fella svíana á eigin bragði - og vinna svo þrjúnúll.

Mér sýnist nefnilega ekki vera nokkur önnur leið til sigurs - liðið er gjörsamlega ömurlega lélegt og ekki lengur í þeim standard að hægt sé að niðurlægja þá með því að biðja þá að spila bara við Færeyinga - Færeyingar eru nefnilega miklu betri en við - ekkert flóknara en það. Ég held að við verðum bara að fara að einbeita okkur að Grænlendingum og jafnvel Hjaltlandseyjum og ef það fer á sama veg þá legg ég til að gerður verði samningur við Norðmenn og þeir tefli fram liði frá Jan Mayen.

Það er líka alveg ótrúleg þessi lenska að þurfa alltaf að tefla fram gömlum knattspyrnumönnum sem þjálfurum - af hverju?  Þeir þekkja bara sína stöðu - unnu alltaf á sama stað á vellinum - nánast. Væri ekki nær að við tefldum fram alvöru knattspyrnuspekingum - þessum sem alltaf vita hvenær er best að skipta inná - hver ætti að fara í megrun og hver í sturtu - þessum sem sjá alla leiki og þekkja alla leikmenn með nafni - vita í hvaða liðum þeir hafa spilað og hvernig þeim hefur gengið í gegnum tíðina - menn með vit á fótbolta - við eigum nóg af þeim - fáum þá til að stýra landsliðinu - getur í það minnsta ekki versnað - ekki hægt.

En ef við ætlum að vinna svía þá legg ég til strípihneigt-alkohóliserað-íslenskt-sósíalkeis sem reddar okkur þrjú núll sigri.

 


Unga fólkið byrjar í sumarvinnu - ekki er ráðlegt að hrækja upp í augað á vinnuveitandanum.

Á þessum árstíma verður mér oft hugsað til atviks sem átti sér stað margt fyrir löngu - þegar sölulúgur voru að hefja innreið sína í Kaupfélaginu og við strákarnir hættum að fara í þrjúbíó og höfðu aldur til að fara í fimmbíó. Þetta var líka tíminn þegar Stjáni var í dyrunum á Nýjabíó og sætin voru merkt almenn sæti eða betri sæti.

Við Pálmi fórum oftast saman í bíó. Ég fékk pening hjá pabba en Pálmi átti alltaf pening - króna var fyrsta orðið sem hraut af vörum hans. Svo röltum við sem leið lá ofan úr Suðurbyggðinni og niður í bæ - auðvitað með viðkomu á öllum merkilegum stöðum - enda var farið tímanlega af stað því margt þurfti að bauka - sunnudagur og lífið lék við okkur.

Pálmi var reyndar dálítið merkilegur fyrir þær sakir að hann vantaði alltaf fyrir helmingnum af miðanum og ég þurfti að lána - notaði í það nammipeningana mína. Svo í hálfleik (ekki hlé - heldur hálfleikur) þá átti hann alltaf pening fyrir nammi - en ég þurfti að betla smakk. Það er nú önnur saga.

En það var einmitt í slíkri sunnudagsbíóferð sem óhappið verður. Við stoppuðum í sölulúgunni í Stórubúðinni við tjaldstæðið - en það var KEA búðin alltaf kölluð til aðgreiningar frá Litlu búðinni sem var sunnar í Byggðaveginum - í bílskúr og seldi fimmtíuaura lakkrís. Pálmi var eitthvað að betla frænku sína sem vann í búðinni og ég stóð fyrir aftan hann - þungt hugsi og kvefaður. Ekki var nokkur annar á ferli. Ég saug hraustlega upp í nefið - ræskti mig og safnaði safaríkri og þykkri slummu í munninn - snéri mér eldsnöggt við og lét vaða - en auðvitað án þess að gá hvort einhver væri fyrir aftan mig.

Ég hefði auðvitað betur gert það því þar var nú skyndilega staddur mann ræfill sem tók á móti slummunni líkt og Brasilískur knattspyrnumaður að skalla bolta eftir fyrirgjöf - hann að vísu tók'ann ekki á ennið - neibb - slumman fyllti aðra augntóftina - lak þar niður í rólegheitum - græn og gullfalleg. Við horfðumst í augu - eða auga - sögðum ekki orð í einhverjar sekúndur - en svo sé ég að svipur mannsins breytist í grettu - hann roðnar og fer allur að skjálfa. Við Pálmi tókum kipp og hurfum niður tjaldstæðið öskrandi af hlátri - enda nokkuð fyndið atvik - fannst okkur.

Ekki vissi ég deili á manninum fyrr en ég mætti fyrsta daginn minn í sumarvinnuna - þar sem ég átti að vera handlangari hjá múrara - og múrarinn tók á móti mér - við horfðumst þegjandi í augu í nokkrar sekúndur - svo sagði hann "sæll vinur og velkominn". Við ræddum þetta aldrei. Þetta varð skemmtilegt sumar og múrarinn fínn.

svo var nú það.


Tannlæknar í Kastljósi - bestir í heimi....langbestir... En hvar er þetta tannsvæði 47...

Það var hringt í mig í dag frá tannlækninum mínum og ég vinsamlegast beðinn að gera upp ógreidda skuld - rúmlega hundrað þúsund kall. Auðvitað veit ég upp á mig skömmina - skulda auðvitað þessa upphæð. Og auðvitað ætla ég að borga - ekki spurning. Nú ég leitaði uppi reikninginn sem fyrir tilviljun lá í hanskahólfinu á bílnum við hliðina á reikning fyrir smurningu á bílnum. Báðar aðgerðir framkvæmdar í sama bæ - sama landi og af fagmönnum - hvor á sínu sviði. Munurinn er bara sá að annan reikninginn skildi ég ósköp vel en hinn skildi ég ekkert enda ótannlæknaskólagenginn - veit ekkert hvað tannsvæði 47 er (veit þó að ég er ekki með 47 tennur í kjaftinum). En semsagt - það rann upp fyrir mér ljós að ég yrði að kanna betur þetta svæði 47 - var meira að segja dálítið spenntur enda kostar helvíti mikið að láta tannlækninn vera að vasast á því svæði - líklega er þetta dýrt svæði - eða hvað veit ég?  Í það minnsta ætlaði ég að kanna þetta.

Ég gúgglaði allskyns leitarorð - en fékk ekkert upp sem gat leiðbeint mér um svæði 47... bara ekkert. Nú þá fór ég að leita að upplýsingum um verð á tannviðgerðum - í það minnsta átti ég von á að fá upp verðlista svo ég gæti fræðst um af hverju tannsvæði 47 er svona dýrt... NEI - ekki orð um hvað kostar að fara til tannlæknis - engir verðlistar - líklegast af því að það er leyndó - þú bara borgar það sem upp er sett - annars nagar Karíus með félaganum Baktusi allt og hrellir þig um ókomna tíð.

En viti menn - allt var löðrandi í upplýsingum um hvað kostar að smyrja bíl - og ekkert flókið að skilja það - bara alls ekkert og maður gat valið úr tilboðum - meira að segja boðið uppá kaffi á meðan beðið er....að vísu erfitt að drekka kaffi með tangir í kjaftinum. En samt - hvar er samkeppnin - er það ekki kurteisi að gefa upp verð - að leyfa að velja og bera saman - líkt og er gert t.d. á vef Sænsku tryggingastofnuninni (http://www.forsakringskassan.se/privatpers/tandvard/priset/priser_lan/v_gotaland/). Ég bara spyr?!

Ég ætla að heimta útlistingu - verst ef tannlæknirinn verður fúll við mig - neitar að gera við í mér og ég þarf að fara annað - sem er svo erfitt - af því að ég á heima fyrir Vestan - í það minnsta má ég ekki fá skemmd að vetri til....alltaf ófært suður og óvíst með næstu ferð...... tja hvað getur maður gert - það er jú dýralæknir á svæðinu og sá hlýtur að eiga græjur.

EN ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT FYRIR ÞESSA ÍSLENSKU TANNLÆKNA AÐ TALA UM AÐ VERA BESTIR Í HEIMI - ÞAÐ ER BARA GAMALDAGS KAUPFÉLAGS STEMNING - VERIÐ FREKAR SANNGJARNASTIR Í HEIMI - ÞAÐ SKIPTIR OKKUR MIKLU MEIRA MÁLI - OG KOMIÐ ÚT ÚR SKÁPNUM MEÐ VERÐIN - HALLÓ INTERNETIÐ BÍÐUR......

ps. Fara ekki flest allir íslenskir tannlæknar í framhaldsnám til útlanda - hvað er það sem þeir læra svona miklu betur en allir aðrir... svo að þeir verða bestir í heimi.....? tja, ekki veit ég.

 


Í sveitinni er vorið tími nýs lífs.

Það var gaman að koma í heimsókn í gær á Hanhól til þeirra öndvegishjóna Jóa og Stellu - litla prinsessan var komin heim - komin í heiminn og heim í sveitina. Pabbi gamli var stoltur - og ekki að spyrja að kommentinu hjá bóndanum sem var að koma úr fjárhúsunum "já, það er best að kynna þig fyrir fjárhúsalyktinni" - og með það sama sofnaði daman í fanginu á pabba. SP_A0144Sofið vært í öruggum höndum - reyndur maður þar á ferð - búinn að taka á móti hundruðum lamba í gegnum tíðina.

SP_A0146Og ekki er að sjá að litla prinsessan sé nokkuð að kvarta - neibb, sú sefur vært í fanginu á bóndanum.

SP_A0141Mamma og Magnea ásamt litlu dömu - það er líf á Hanhól þessa dagana - nýtt líf. Og systurnar Magnea og Þorsteina eru orðnar "stórusysturnar".

En á leiðinni heim þá minnti Tjaldurinn mig á að auðvitað eru fleiri en mannfólkið og suðféð sem skapa nýtt líf í byrjun sumars - og það við aðstæður sem við mannfólkið myndum etv. kalla háskalegar!

SP_A0148Sérð þú hvar Tjaldurinn hefur falið eggin....já það er eins gott að aka varlega um malarvegi sveitanna á þessum tíma árs. Horft er út Syðridal og er Syðridalsvatn og Óshlíð í baksýn.

 


Ef þú hefur verið í vafa um náttúrufegurð Vestfjarða - skoðaðu þetta.

Ég fór í stórkostlega ferð með Frigga Jó úr Grunnavík í gær - við sigldum hópi Ísraela norður í Hornvík - blíðskapar veður og fegurðin stórbrotin. Sjófuglar í björgum og snjórinn að hörfa - hvönnin farin að gægjast upp. Ég læt myndirnar tala sínu máli - eins skulu þið kíkja á myndbandsbúta hér til hliðar. Skoðið endilega http://www.grunnavik.is

SP_A0118Horft til norðurs - í fjarska er Jörundur og Kálfatindur. SP_A0116Hornbjarg er stórfenglegt.

SP_A0115Hér má sjá Súlnastapa undir Hælavíkurbjargi.

SP_A0113Tignarlegur stendur Súlnastapinn - þétt setinn fugli.

SP_A0105Múkkinn - besti vinur sjómannsins flaug með okkur til halds og trausts.

SP_A0129Kapteinn Friggi - Með Hornbjargið í baksýn - Tveir tignarlegir toppar fyrir Vestan. Patti frá Geirastöðum er skipstjóranum á hægri hönd.

SP_A0097Ekki amalegt myndefni þetta - nóg um það.

SP_A0093Straumnesviti í öllu sínu veldi - í fjarska er Riturinn. SP_A0098Og ekki má gleyma Kögur - þó ílla hafi reynst Álfellsbræðrum að skíra línubát í höfuðið á því.


Að fæðast í röngum líkama - sönn saga úr Vestfirskri sveit.

Nú er það ljóst að hún Salka mín er fædd í röngum líkama - er Border Collie en þolir ekki rollur. Ég lét taka blóðprufu úr henni - sendi til Ameríku og viti menn, Salka er enginn sveitahundur! Nei Salka mín "jú ar nó kántrígörl".

Hvað get ég gert - tíkin þolir ekki rollur - illa hesta og fæstar grastegundir. Hún er týpísk "sittí görl". Já það er ekkert grín að vera smalahundur með ofnæmi fyrir rollum. Ég held að vísu að hún sé sátt við kynið - í það minnsta setur hún sig í gríðarlega flottar stellingar þegar hún kastar af sér vatni - svona hálfgert splitt með þungann á framlöppunum - líklega er til eitthvað fagheiti á þessu sem ég kann ekki að nefna - En hún hefur engan áhuga á staurum eða brunahönum - úff eins gott. Nægileg er niðurlægingin að hnerra í hver skipti sem hún sér rollu - eða tárfella yfir tölthesti. 

Já svona gerist þegar læknavísindin fara að skipta sér af og ég dauðsé eftir því að hafa sent Sölku í blóðprufuna - nú finnst mér ég vera með sjúkling í eftirdragi - Salka mín þetta og Salka mín hitt. Nei maður á ekki að vorkenna hundum - maður á að vera góður við þá - en aldrei vorkenna. það á heldur ekkert að berja þá - en skamma og láta hlýða það er málið - jafnvel hundskamma þá. En núna er Salka auðvitað afsökuð - með ofnæmi fyrir hinu og þessu - rollum og hveiti - kakkalökkum og truntum. Já hún má ekki einu sinni fá sér pizzasneið - og ég sem hélt alltaf að hún fengi bara drullu af pizzunum á Greifanum hjá Palla vini mínum á Akureyri - neibb, hún þolir bara ekki ger.

já það er vandlifað að vera í vitlausum líkama.


Bóndinn - báturinn - vélin - skipstjórinn - heimasætan og heimalingurinn.

Lífið í sveitinni gengur sinn vanagang  - lömbin fæðast eru köruð og ólíkt mannfólkinu eru komin á fæturna innan skamms. En veðrið er engum hliðhollt í dag - norðan kaldi og snjór niður í byggð. Leiðinda tíð - bölvuð ótíð að mér finnst.

SalkaJá - ekki beint grænt túnið við Hanhól - Salka undrandi á þessu rugli - enda óskiljanlegt hvernig gróðurhúsaáhrifin hafa komið öfug út....

 

Ég skrapp í kaffi í morgun til stjórnarandstæðingsins í Bolungarvík - þar er alltaf tekið á móti manni með heitum kaffibolla - spjalli um menn og málefni. Já Jói er að verða "síðasti móhíkaninn" - Framsóknarmaður með stóru effi - hliðhollur Guðna og er líklegast bara sáttur við að Jón hafi tekið pokann og haft sig á brott - veit það svo sem ekki en mér finnst gaman að segja það - það verða þá líklegast líflegar umræður næst þegar ég lít við. Í dag vantaði reynda Arngrím frá Dröngum - hann er sveittur við að taka á móti lömbum - allt ferhyrnt hornstrandakyn sem ku vera það gáfaðasta sem finnst. Kannski veitir ekki af enda Grímur genginn í Frjálslindaflokkinn - þennan sem stofnandinn og forystusauðurinn sagði sig úr.

En hvað um það - nú á að gera gamlan björgunarbát kláran í siglingar - búið að smala bátnum úr túninu og hann kominn heim að skemmu - vélin klár að mestu í skemmunni - og allt að verða klárt.

baturBáturinn sem brátt mun þeysast um Djúpið....

 velOg vélin er klár.... svona að mestu leyti. SABB '72 í fullu fjöri.

Magnea og moliHeimasætan Magnea með Mola litla í fanginu - já stelpurnar á Hanhól eru mikil náttúrbörn - og nú er ein í viðbót komin í hópinn eins og má sjá á blogginu hennar Salvöru.

Já - þó veðrið sé leiðinlegt - er lífið skemmtilegt.


Að forgangsraða rétt - setja lífið í fyrsta sæti.

Það var heldur einmanalegt í gufunni í kvöld - hann Stjáni vinur minn er farinn suður aftur - nýtt mein fannst og ný geislameðferð að byrja. Auðvitað verður þetta tæklað - að sjálfsögðu er ekkert annað i boði - já maður getur ekki annað en dáðst að styrk þessa manns - góður maður búinn mikilli sálar ró - maður sem gott er að eiga sem vin.

Ef þú lesandi góður mátt vera að - sendu Stjána hlýjar hugarkveðjur - hann er búinn að forgangsraða og setur lífið númer eitt. Það mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.

Ég ætla að reyna að gera það líka.


Borðeyri - miðstöð vafasamra viðskipta og dóp-bæli....?

Það er alveg mögnuð frétt á bb.is í dag - ég bara verð að deila henni með ykkur. Og ekki er síðra kommentið sem skrifað er af Sigurði Atlasyni -

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=101145

Já það er ekki með öllu hættulaust að aka um þjóðvegi landsins - og Borðeyri er því miður að fá á sig stimpil sem "dóp-bæli"..... LoL

 


Gosið meira virði en genin.

Já gosið er meira virði en genin - það er hér með staðfest. Búið er að dæma kóla-gengi í fangelsi fyrir að stela uppskriftinni að kók og reyna að selja þeim pepsí mönnum - 8 ár þeinkjú verrý möts. En sjálfur Heilagur Jesús (Jesus Saint) fékk bara óskilorðsbundinn mánuð eða svo og einhverjar krónur fyrir að stela genum úr heilli þjóð - að vísu lítilli þjóð - en uppskriftin hjá kók er alveg eins fyrir litla kók eins og 2ja lítra....

Jebb - líklegast hefði Kári átt að skíra kompaníið deCoke.

 http://www.aftonbladet.se/vss/nyheter/story/0,2789,1077501,00.html


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband