Ógeðslegur kjúlli á kránni - hver er staðan hér?

Ég hef alltaf dáðst að Svíum fyrir opinskáa umræðu um málefni er skipta okkur neytendur máli. Hér heima er hinsvegar þögnin sem ræður ríkjum og nýjasta dæmið er þegar það þurfti töluverða tilburði til að fá upplýsingar um hvaða veitingahús höfðu nýtt sér lækkanir á sköttum til að græða meira.

Það nýjasta er hvernig krár í Svíþjóð láta sig hreinlæti og umgengni um matvæli almennt sig litlu skipta - kúnninn fær nefnilega aldrei að koma "baksviðs" og fær kjúklingasamlokurnar afgreiddar snyrtilegar á diski. En við rannsókn kom í ljós að pottur er víða mölbrotinn eins og þessi mynd sýnir glöggt

kjulli

Hver er staðan í íslenskum krám? Aldrei heyrir maður nokkuð minnst á þessa hluti hér á landi - eða er kannski ekkert fylgst með þessu?

tja, varla trúi ég því að við Íslendingar séum ólík nágrönnum okkar hvað þetta varðar....?

Kíkið endilega á þetta:http://www.gt.se/nyheter/1.969549/den-har-kycklingen-ska-bli-sallad

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Jú hér er ég sammála þér - en víða er þetta í fínu lagi. En, ég tel að nú sé færi til að "hreinsa" til og taka úr umferð sóðana - bæði hvað varðar verð og gæði.

Þorleifur Ágústsson, 15.12.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Neytendavernd á Íslandi er í algjörum molum. Eftirlitið snýst bara um verð, punktur. Ég hef ekki áhyggjur af hreinlæti þegar ég borða á Íslandi en ég hef áhyggjur af öllum aukaefnunum, litarefnunum, rotvarnarefnunum, e-efnunum, sætuefnunum drýgingarefnunum o sv frv. Vinnandi í matvælageiranum veit ég að við erum að slá öll met í þessum efnum. Ég fullyrði líka að oft er ekki tekið fram í innihaldslýsingunni ef um slík efni er að ræða. Lambahryggurinn sem við kaupum er ekki lengur bara lambahryggur heldur er búið að sprauta í hann allskyns efnum. Þetta kemur ekki fram og eftirlitið er ekkert.

J. Trausti Magnússon, 15.12.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef ekki borðað kjúkling í Staðarskála og er ekki á leiðinni að gera það eftir þennan lestur. Og lambakjöt kaupi ég aldrei í búð, ég er í þeirri fínu aðstöðu að fá það beint frá ágætum fjárbónda í Borgarfirðinum.

Jónína Dúadóttir, 16.12.2007 kl. 07:17

4 Smámynd: Júdas

Staðarskáli já........sammála þér þar Fullur.

Júdas, 16.12.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband