Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Bókin um Bragakaffi er að koma út!

Ágætu lesendur - nú er búið að safna öllum sögum af Bragakaffi saman í bók - og er listamaðurinn Ómar Smári Kristinsson að myndskreyta!

Og...þið auðvitað kaupið eintak fyrir jólin! Verður væntanlega til sölu í Pennanum - Bókhlöðunni - á Ísafirði!

 

Góða skemmtun!


Heilsuferðamennska - hræðileg lífsreynslusaga ungra hjóna!

Ég horfði um daginn á þennan þátt í sænska ríkissjónvarpinu og fjallar um hvernig draumar ungrar stúlku urðu að martröð.

Þessi unga stúlka sem búsett er í Malmö í Svíþjóð fór ásamt kærasta sínum til Póllands til að undirgangast brjóstastækkun. Hún einfaldlega treysti fyrirtæki sem auglýsti sig á vefnum og í ljósi þess að Pólland væri í ESB þá hlyti allt að vera í lagi.

 Reyndin varð önnur - og í dag er stúlkan sem lifandi lík á sjúkrastofnun í Malmö.

Skoðið endilega viðhengið.

Í ljósi allrar umræðu á Íslandi um heilsuferðamennsku þá er vert að hægja á og skoða málin til hlítar áður en áfram er haldið!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband