Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Murrað á markaðinn.

Það er alltaf gaman að fá umfjöllun um verkefni sem efla eiga atvinnu og möguleika. Murr er eitt af þeim fyrirtækjum. Staðsett á landsbyggðinni - vandað til framleiðslu og nýsköpun.

 


mbl.is Murrað á markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúlaður steinbítur.

Ég ákvað að skíra bloggið mitt kúlaðan steinbít. Ástæðan var sú að ég hafði aldrei heyrt á þessa verkun steinbíts minnst fyrr en ég kynnist miklum öndvegismanni hér fyrir vestan.

Og í gær var hann borinn til grafar hann Kjartan Sigmundsson. Við kynntumst niður á bryggju þar sem hann stóð við löndunarkranann og aðstoðaði son sinn við löndun. Og þar áttum við oft eftir að hittast og spjalla saman um daginn og veginn. Og frá mörgu hafði hann að segja hann Kjartan - enda upplifað meira á sinni löngu æfi en flestir okkar hinna munum líklegast nokkurn tímann gera.

Ég hafði óskaplega gaman af að spjalla við Kjartan og hlakka mikið til þegar æviminningarnar verða komnar á prent en mér er tjáð að verið sé að klára þau skrif. Hann ku þó hafa ætlað sér að bíða með brottförina þangað til bókin væri komin út - en eins og hann sagði mér þá hafði hann um árabil verið að punkta hjá sér minningarbrot. Og það er vel. Okkur er nefnilega mikilvægt að fært sé í letur frásagnir slíkra manna. Sem byggt hafa landið og lagt grunninn að því sem við ungafólkið í dag tökum sem gefnum hlut.

Það var svo einn góðviðrisdag að ég skrapp með honum í hjallann við Hnífsdalsveginn og fylgdist með honum hengja upp kúlaðan steinbít - sem nafninu á blogginu sló þessu niður í huga. Þetta var nafnið. 

Kúlaður steinbítur er nefnilega eins Vestfirskt og hægt er. Alveg eins og Kjartan heitinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að smakka hjá honum svartfuglsegg og fyrir stundirnar á bryggjunni.


Murr kattamatur á boðstólnum í Kattholti.

Það var okkur ánægjuefni hjá Murr að Kattholt sé búið að setja Murr kattamatinn á matseðilinn. Kisurnar sem prufuðu voru hæstánægðar og í Fréttablaðinu í dagmátti sjá að Sigríður Heiðberg mun bjóða uppá Murr kattamat fyrir þær kisur sem dvelja á kattahótelinu.

Fyrir okkur hjá Murr er þetta gæðastimpill á okkar framleiðslu - því allir vita að Sigríður og samstarfsfólk hennar vinnur gríðarlega merkilegt og óeigingjarnt starf á Kattholti

Það er nokkuð ljóst að við Íslendingar stæðum ekki í þessum sporum ef fleiri hugsuðu eins.


Lumar þú á skemmtilegri kattarsögu?

Við hjá Murr ætlum að fara að taka saman sögur um og af kisum. Sögurnar verða birtar á heimasíðu Murr ehf. 

Sendið okkur endilega skemmtilega sögu á murr@murr.is

 

http://www.murr.is

 


Það sagði við mig kona...

.....að hún gæfi kettinum sínum þurrmat vegna þess að þá lyktaði minna úr kattarsandinum.

Þetta er um margt rétt.

En það sem skiptir öllu máli er að fóðrinu séu auðmeltanleg prótein. Innihald kattafóðurs er því miður mjög misjafnt og á stundum gjörsamlega ómögulegt að gera sér á nokkurn hátt grein fyrir því hve mikið þarf að gefa kisu af viðkomandi fóðri.

Einu getur þú treyst - og það er að kattafóðrið frá Murr er unnið úr besta fáanlega hráefni - þ.e. kjöti - sem inniheldur hárrétta samsetningu próteina og fitu.

Og þess vegna meltir kisa þessi prótein fullkomlega - og lyktin minnkar - ásamt því að kisa mun fá glansandi fínan feld!

  


Að selja vatn sem fóður - mikilvægi þess að láta ekki plata sig!

Ég hitti mann í dag sem var að koma úr Bónus. Hann var ákaflega ánægður með að sjá Murr í hillum verslana Bónus.

En eitt fannst honum skrítið - og það var að sjá að Murr væri með hæsta kílóverð af blautfóðri í pokum.

Ég var sammála því að við værum með hæsta kílóverð miðað við pakkningu.

EN hinsvegar yrði það að vera ljóst að við værum ekki að rukka fyrir vatnið í fóðrinu - því að þegar mínusað væri vatnsinnihaldið og aðeins skoðuð hin raunverulega næring - þ.e. þurrefnin (prótein, fita og kolvetni) þá værum við með sambærilegt verð og ódýrasta fóðrið í Bónus.

Svo væri reyndar hægt að skoða þetta frá enn öðru sjónarhorni - og það er að köttur sem vegur 4 kíló þarf 2 poka af murr - sem þýðir undir 200 krónum fyrir dagskammtinn. En ef sami köttur keypti það sem hefur lægsta kílóverðið þá þyrfti hann 4 poka - og þeir kosta vel yfir 200 krónur!!

VIÐ HJÁ MURR LEGGJUM METNAÐ OKKAR Í AÐ FRAMLEIÐA FÓÐUR MEÐ ÞARFIR KATTARINS Í HUGA - Á ÍSLANDI ER HEIMSINS BESTA VATN - OG ÞAÐ ÓKEYPIS - HVÍ ÞÁ AÐ FLYTJA ÞAÐ INN OG SELJA SEM FÓÐUR?


Kreppan er komin í gufuna fyrir Vestan.

Fátt þykir mér yndislegra en að skella mér í gufu eftir langan vinnudag. Það er bara eitthvað svo afslappandi og róandi. Nú er maður öruggari með sig eftir að speglarnir minnkuðu í sturtunni og enginn sér mann lengur - og já, maður sem er í eins og grískur guð í sumarfríi hann vekur auðvitað eftirtekt.

En ástandið er ekki gott. Nei það er alls ekki gott. Það er svo slæmt að þeir fjarlægðu ekki speglana alveg - heldur minnkuðu þá. Já og það er svo slæmt að Mummi Þór kom með sinn eigin ofn í gufuna!

Bærinn skaffar semsagt lítið herbergi með viðarklæðningu og bekkjum - vatn og gamla ausu. En ofninn bilaði og því hefði orðið kalt í klefanum ef hann Mummi minn hefði nú ekki barasta komið með ofninn með sér.

Og fyrir þetta tók bærinn gjald - og Mummi blessaður fékk ekki krónu.....

Þetta er farið að minna mann á gamla daga þegar sá sem átti boltann réð öllu. Spurning hvort að Mummi hendi manni út ef maður er ekki sammála honum?

 

Tja...það myndi ég gera.....


Þetta er alþekkt í gæludýrafóðrinu! Hefur þú lesið hvað stendur á umbúðunum? Við hjá MURR vitum nákvæmlega hvað kötturinn þinn þarf!

Það er nefnilega svo að verðið á pakkningunni segir ekki nema brot af sögunni. Mjög oft er það svo að margfalda þarf með fjórum til að fá verð á dagskammti fyrir meðalköttinn (sem er 4 kg).

Hjá Murr höfum við farið þá leið að setja saman fóðrið þannig að tvær pakkningar eru nákvæmur dagskammtur fyrir meðalköttinn. Gott er þó að muna að hér er átt við kött sem er í "eðlilegum" holdum - og því er Murr mjög gott til að ná fram góðu holdafari á kisu.

Við notum ennfremur aðeins prótein sem kisa getur nýtt sér - sem leiðir af sér betri meltingarstarfsemi og sem skilar sér í minni lykt úr sandkassanum.

Lestu vel aftan á umbúðirnar næst þegar þú ferð í búðina - og mundu að kanna hve margar pakkningar þarf til að uppfylla dagskammtinn!!

bakhliðframhlid


mbl.is Mikill verðmunur í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Válegir atburðir fyrir Vestan - allir liggja undir grun.

Fyrst var það sjóðvélin. Í skjóli nætur braust hann inn - þjófurinn sá. Í gegnum stálhurðina komst hann - braut upp lás sem hafði dugað um árabil. Hann vissi hvar Bragi geymdi gríðarlega fjármuni í gömlum og beygluðum vindlakassa - inni á kontór. Um það var Bragi viss. Atvinnumenn hér að verki og ekki ólíklegt að sjálf mafían stjórni atgerðum.

Og nú var það Maggi Jóns. Á bjartri sumarnótt lá hann við bryggju - tilbúinn til veiða og karlarnir búnir að gera klárt. Enginn, enginn átti von á slíkri uppákomu. Um vor. Á bjartri sumarnóttu. Allt tekið sem verðmæti var í. Önglar. Línur. Veiðarfæri. Bragi og Elli Bússa voru búnir að eyða ófáum stundum í að gera klárt. Eyða kvöldum og helgum um borð í Magga Jóns við að gera klárt. Allt farið. Líklegast má teljast hrein heppni að þeir hafi ekki verið um borð. Þeir hefðu verið teknir. Fluttir af mafíunni til fjarlægra landa og krafist lausnargjalds. Tveir fyrir einn hefði samningurinn hljóðað uppá - enda báðir nokkuð við aldur - og kreppa í heiminum.

Bíræfnir þessir þjófar. Og svo leggjast þeir á eina sort líkt og illa upp alinn veislugestur í fermingaveislu. Stela bara frá Braga.

En kannski er það ekki skrítið. Allir vita jú að Bragi er gull af manni - ríkur mjög.

En hver er þessi þjófur?

Allir liggja undir grun. Allir. Og nú er stemningin þung á kaffistofunni. Menn horfa í gaupnir sér - enginn þorir að horfa framan í Braga sem pírir augun svo manni svíður undan.

Er það tilviljun að Óli frá Gjögri er búinn að fara norður í tvígang síðan þetta gerðist. Og nú í seinn skiptið að gera klárt! ´

Í það minnsta er Magnús ekki í vafa. Helvítið hann Óli frá Gjögri. Og svo botnar hann "hann gerði það - þó ég hafi ekki hugmynd um það".

Já - það eru válegir atburðir að eiga sér stað í bæ fyrir vestan.


Murr kattamatur er kominn í verslanir Bónus - um allt land!

Loksins segja sumir - í það minnsta við sem að þessu stöndum. En í dag ætti að vera hægt að nálgast Murr kattamatinn í öllum verslunum Bónus.

Ennfremur er hægt að kaupa Murr í Fjarðarkaupum, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík og Fjölvali á Patreksfirði.

Og enginn ætti að verða svikinn af gæðum vörunnar enda er kattamaturinn unninn úr besta fáanlega hráefni - Íslensku hráefni!

Prufið endilega að gefa kettinum ykkar Murr kattamat!

myndir fyrri vef 3


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband