Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Að enn á ný sökkva umræðu um hvalveiðar í pólitískt hyldýpi - vanhugsaður gjörningur ágæti Einar.

Á Íslandi er fjöldinn allur af atvinnulausum hvalskurðarmönnum. Svo ekki sé nú talað um allar kjötvinnslurnar sem standa auðar sökum skorts á hval.

Eða er þetta ekki rétt?

Einar K. Guðfinnsson sá ágæti maður og vinur minn gaf út veiðiheimild til hvalveiða. Og það gerir hann korteri fyrir brottför - án þess að bera undir nokkurn hagsmunaaðila nema etv. Kristján Loftsson - sem reyndar er eini maðurinn á Íslandi sem gerir út á stórhveli.

Ok - er þetta nokkuð nema eðlilegt?

Við Íslendingar höfum um aldir (væntanlega) veitt hvali - eða nýtt þá sjórekna - landi og lýð til hagsbóta. Ég borða hval og finnst hann sælgæti. Enda er hér um einkar hollt og gott kjöt að ræða - svo ekki sé talað um súrt hvalrengi og spik. Ég tel okkur hafa fullan rétt á slíkum veiðum - nýtingu og sölu - sé það gert í sátt við umhverfið.

Og hér liggur hundur grafinn.

Hér áður þegar talað var um umhverfið - þá var átt um náttúruna. Sjálfbærar veiðar. En nútildags er umhverfið mun flóknara - því nú nær það inn í viðskiptalífið - pólitíkina og langt út fyrir landsteinana. Við erum semsagt ekki lengur að "draga björg í bú" - ef það væri málið þá væri auðvitað Kristján Loftsson löngu farinn á hausinn - enda vart fengið að veiða hval síðustu tuttugu árin. Nei - hvalveiðar snúast mest um pólitík. Svona yfirlýsing um sjálfstæði og um leið gefum við öllum andstæðingum hvalveiða langt nef.

En erum við í aðstöðu til þess?

Ég tel ekki vera svo. Einfaldlega vegna þess að staða Íslands er léleg - nánast vonlaus. Við erum með allt okkar niðrá hælum og þurfum erlenda aðstoð til að hysja upp um okkur brækurnar. Og ætlum við þá að bæta gráu ofan á svart og hefja stórhvalaveiðar?

Já maður spyr sig.

Er Einar K. Guðfinnsson virkilega að gera þetta til að bæta ástandið hjá Íslensku þjóðinni? Nei - það er af og frá. Það er enginn - ég fullyrði ENGINN sem lítur á þessa ákvörðun hans öðrum augum en þeim að hér sé hann að kast sprengju inn í Íslenska pólitík. Hefndarsprengju. Og með því móti er hann að mála hvalveiðar sem pólitískar veiðar - ekki nýtingu á stofni.

En hvað gerir hann?

Jú hann ber fyrir sig ráðgjöf hafrannsóknarstofnunar. Sami maður sem ekki hefur farið eftir þeirra ráðleggingum um fiskveiðiheimildir  - sami maður og var að auka þorskkvóta um þrjátíuþúsund tonn þvert ofan í ráðleggingar Hafró - ber nú fyrir sig að hann fari eftir ráðleggingum sömu aðila.

Þetta er ótrúverðugt. Ekki bara innanlands - heldur það sem verra er - þetta kyndir undir þá ótrú sem alþjóðasamfélagið hefur á okkar ágæta landi. Og allt vegna þess að hann er með þessu að reyna að koma pólitísku höggi á þá er taka við.

Í einlægri trú minni taldi ég hvalveiðar geta hafist fyrr en síðar - í sátt við UMHVERFIÐ allt - á réttum forsendum. En nú eru þær vonir brostnar þegar fráfarandi sjávarútvegsráðherra misbeitir valdi sínu á eins fáránlegan hátt.

Og ég held að hvalveiðimenn og útflytjendur hvalkjöts muni standa í verri sporum en áður. Svo ég tali nú ekki um hinn almenna Íslending sem trúir á að við getum unnið okkur út úr þessum ógöngum.

Já - pólitíkin er undarleg. Og ég spyr að lokum: af hverju gerir ráðherrann ekki það sem réttast hefði verið - að stokka upp í kerfinu hjá sér - flytja fiskveiðistjórnunina og rannsóknir tengda henni út í byggðir landsins - þar sem útgerðin er og mikilvægið er mest - í stað þess að hafa hana undir sjálfum sér í miðbæ Reykjavíkur?

Já ég spyr.


Nú er kosningabaráttan hafin - farandframbjóðendurnir eru byrjaðir að setja í pokann sinn!

Mér finnst ákaflega gaman að fylgjast með þegar verðandi frambjóðendur byrja að tilkynna hvar þeir hyggist bjóða sig fram.

Oft er það í samhengi við búsetu þeirra og áherslur í lífinu - en ekki endilega. Nýjasta dæmið er Guðmundur Steingrímsson sem ætlar að bjóða sig fram fyrir Framsóknarmenn - ekki í Reykjavíkursvæðinu þar sem hann býr - nei hann ætlar sér norður í land - þar sem vænlegra er til árangurs - að hans mati.

En ég spyr - hvað hefur hann fram að færa - hefur hann yfir höfuð tekið þátt í atvinnu uppbyggingu þar eða einhverri annarri uppbyggingu yfir höfuð?

Þekkir hann til?

Tja, vera má að svo sé - ekki veit ég það.

En hitt stendur eftir í mínum huga og það er að flokkar sem ætla að bjóða fram verða að leita til einstaklinga af svæðinu - sem svæðið þekkja og treysta sér til að starfa í þágu þess og landsins alls - ekki búa í Reykjavík og skreppa svo út á land til að "vera með".

Að örðum kosti eigum við að leggja niður kjördæmin - gera landið að einu kjördæmi - og kjósa menn en ekki flokka.

Það er mín skoðun.

 


Og alls ekki má gera ráð fyrir að valdasjúkur maður hætti af sjálfsdáðum!

Æi Davíð minn - kall anginn.

Farðu nú að koma þér heim svo það fáist friður til viðreisnar landsins!

 


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að bjarga þjóðarskútunni með hvalveiðum?

Bíðum nú aðeins hæg. Þetta með íslensku fiskveiðistjórnina er á tímum farsi. Ráðherra stendur frammi fyrir hagsmunaaðilum í fiskveiðum sem krefjast aukins kvóta  -  sem auðvitað þýðir meiri veiðar. Og á hinn bóginn er hann með báknið Hafró - eða Hafrannsóknastofnunina (ath. fasta greininn). En þar sitja sérfræðingar í veiðistjórn - útreikningum og tölfræði.

Og svo tekur hann ákvörðun. Sker niður kvótann til að bjarga fiskstofnum - allt eftir ráðgjöf Hafró - en þó ekki alveg því Hafró vill þó skera niður meira - í ljósi stöðu stofnanna - stofnstærðin er of lítil og nýliðun með.

Og þetta ber hann á borð fyrir veiðimennina - útgerðina - sem er á vonarvöl sökum aðstæðna.

Og svo kemur kreppa. Þá stekkur ráðherrann til og eykur kvótann - leyfir meiri veiði. Ekki af því að hann hlustaði á rök veiðimanna - útgerðarinnar. Nei hér er um pólitíska ákvörðun að ræða. Ekkert annað.

Og svo heldur þetta áfram. Nú á að leyfa veiðar á hvölum - stórhvelum og minni. Og það byggir ráðherrann á útreikningum sömu stofnunar sem hann tekur lítið sem ekkert mark á í fyrri ákvörðunum. Í það minnsta þegar hann jók kvótann.

Ég spyr mig orðið - til hvers verið að halda úti svo dýrri stofnun sem Hafró er? Til hvers er verið að láta ágæta vísindamenn sitja og reikna stofnstærðir þegar ekkert er farið eftir þeim ráðum - í það minnsta að takmörkuðu leyti.

Er ekki gáfulegra að hreinlega leggja niður Hafró. Efla deildir Háskóla Íslands - með það að markmiði að stunda rannsóknir á lífríki umhverfis Ísland?

Auðvelt væri að grípa tækifærið núna - efla setur og stofnanir úti á landsbyggðinni til muna. Setja skipin þar sem þau eiga heima - þ.e. fjarri tónlistargrunninum við Reykjavíkurhöfn !

Ég bara spyr - því ég sé ekki betur en ákvarðanir séu handahófskenndar - stundum byggðar á vísindum - stundum á pólitík - og stundum á geðþótta!

Og það er ekki gott.

 


Deginum ljósara að Geir telur D-ið í XD standi fyrir Davíð - og því geti hann ekki og þori að segja honum upp!

Enda verður ekki annað sagt eftir að hafa lesið þessi skilyrði að þau séu skynsamleg.

og hana nú.


mbl.is Samfylkingin setti tíu skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnið klippir aldrei á naflastrenginn.....

Nei hið nýfædda barn klippir ekki sjálft á naflastrenginn... Og að það hvarflaði að nokkrum manni að Geir segði Davíð upp í Seðlabankanum er álíka heimskulegt.

En nú hefur þjóðin fengið það sem þjóðin vildi - og nú verður Steingrímur J Sigfússon að sýna hvað í honum býr. Hann er vonandi meira en orðin tóm.

Ingibjörg er í ákveðnum vanda - það er ljóst.  Hennar fólk er út og suður - her án markmiðs. 

Ég vil hinsvegar þakka Geir fyrir vel unnin störf og óska honum góðs bata í erfiðum veikindum. Leitt að hann skyldi láta Davíð draga sig áfram á asnaeyrunum svona lengi - og í raun niður í svaðið með sér.

 

Áfram Ísland!


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er ómissandi! Veikt fólk á að taka sér frí frá vinnu - sinna sér og vera með fjölskyldunni. Snúa svo til baka þegar það getur tekist á við verkefnin af fullum krafti. Líka Ingibjörg og Geir.

Hörður Torfason hljóp á sig og orðaði hugsanir sínar klaufalega svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hinsvegar er ljóst að Hörður ætlaði sér ekki á nokkurn hátt að ráðast á forsætisráðherrann persónulega - heldur sýndist mér hann í raun vera að gera tilraun til aðskilja persónuna Geir og opinberu persónuna forsætisráðherrann.

Og þetta er vandinn á Íslandi. Í þessu litla landi þá er erfitt að skilja þessa hluti að. Og í reynd er það svo að stjórnmálamenn nýta sér hluta af hvoru tveggja sér til framdráttar.

Maður getur nefnilega spurt sig að því hversvega Ingibjörg Sólrún er sendandi skilaboð og skipanir af sjúkrabeði sínu í Svíþjóð? Hefði ekki verið nær fyrir hana að taka sér veikindaleyfi - líkt og allir venjulegir launþegar hefðu gert? Málið er ekkert flóknara en það að hún hefur ekki þrek til að sinna starfi sínu svo vel sé - og það er áhyggjuefni ef enginn annar í flokknum getur tekið við....mjög alvarlegt.

Davíð gerði þetta á sínum tíma - flutti sig úr utanríkisráðuneytinu. Vegna veikinda og bágrar heilsu.

Hér liggur hundur grafinn. Hér þarfa að skerpa á vinnureglum. Það er nefnilega svo að ráðherraembætti er fullt starf - sem ekki má vanrækja. Þjóðin krefst þess af ráðherrum sínum að sinna því eftir bestu getu - ekki eftir besta vilja.

Ég segi því, Ingibjörg og Geir - takið ykkur time-out - náið heilsu og látið ekki bágt heilsufar bitna á stöfum ykkar fyrir þjóðina. Þið eruð ekki ómissandi - það er enginn ómissandi.

Áfram Ísland.


Ekkert annað í stöðunni.

Burt sé frá veikindum Geirs, sem ég vona og veit að hann fær lækningu á, var ekkert annað í stöðunni. Stjórnin er óstarfhæf og það verður að leita til þjóðarinnar allrar - sækja umboð og stuðning svo hægt verði að komast úr þessum vægast sagt miklu ógöngum.

Góð ákvörðun Geir!

Mér hefur hroki ráðherrans og samstarfsmanna verið mikill - lítið var gert úr málum í byrjun og allt of seint í rassinn gripið - í raun bara aldrei því menn skitu á sig. Þjóðinni var lítið sagt um alvarleika málsins og það sem sagt var reyndist á köflum rangt. Að öllu samanlögðu má segja að þetta hafi verið góð ákvörðun hjá Geir - sú besta hjá honum í langan tíma.

Nú er lag að hreinsa til - fá það fólk til starfans sem veldur og byggja upp.

 

Áfram Ísland.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á'etta - Ég má'etta.... eða.... Ég átt'etta...ég mátt'etta.

Var víst viðkvæðið hjá ónefndum stjórnarformanni ónefnds fyrirtækis sem fór á hliðina með glæsibrag - og sá hinn sami "átti" á tímabili ónefnt flugfélag, þegar flugfreyjur ónefnds flugfélags báðu hann að hætta drykkjulátum. 

Og þá rifjaðist upp - að ég sjálfur átti kollgátuna - viðkvæðið - sem hann hefur greinilega stolið af mér - bansettur. Og ekki nóg með það - báðir veltumst við uppúr skítnum og fórum heim með nánast allt niður um okkur.

Á mismunandi tímum þó - og við mismunandi aðstæður.

Hann eins og að ofan greinir en ég sem nú verður frá greint.

Ég hafði ásamt vini mínum Vidda verið í Sjallanum á akureyri. Rétt um tvítugt - glerfínir og hreint óskaplega skemmtilegir. Hreifir og glaðir - og ballið búið. Úti var vor í lofti - blómin farin að springa út og lífið lék. Nú ætluðum við heim að sofa - ekki nenntum við að ganga og ákváðum að vera flottir á því og tókum leigubíl. Þegar við hyggjumst setjast inn í leigubílinn drífur að bóndason nokkurn sem ég þekkti ágætlega. Sá hinn sami var á leið heim - fram í fjörð og buðum við honum far. Kannski ekki beint í leiðinni - en ómögulegt var annað en að koma við á bænum.

Á leiðinni var skrafað. Ég sló um mig og sagðist eiga töluvert undir mér á bænum - ætti þar hest af góðu kyni. Bóndasonurinn hváði og kannaðist við málið. Þegar rennt var heim hlaðið á bænum sé ég hvar nokkur trippi standa og virða fyrir sér gestina. Og þá varð auðvitað ekki aftur snúið. Ég vippaði mér út úr leigubílnum og hrópaði til félaganna að nú skildu þeir teknir til kostanna folarnir í túninu. Ekki man ég sérstaklega eftir reiðtúrnum - nema hvað að hann var stuttur og ég endaði á sparifötunum á kafi í foraði - rennblautur og ataður skít.

Lúpulegur kom ég til baka. Bílstjórinn tók á móti mér - skipaði mér úr gallanum. Ég stóð þarna ræfillinn með allt niður um mig - út ataður í hestaskít og tautaði fyrir munni mér - Ég má'etta ...Ég á'etta. Bílstjórinn hristi hausinn - tók skítug jakkafötin - setti í poka og stakk í skottið á bílnum. Sjálfur settist ég í aftursætið á nærbuxunum einum fata.

Partýið búið - með allt niður um mig......

En ég átti'etta....og mátt'etta.

Já...ég og Hannes.


Ræfils þingmaðurinn Herdís Þórðardóttir er föst með hausinn á ógeðfeldum stað á formanni sínum!

Og trúir ennþá að Geir sé að gera rétt - að starfað sé af heilindum með þarfir þjóðarinnar að leiðarljósi. Trúir því ennþá að Geir sé að vinna þjóðinni gagn. Trúir mönnunum sem leyfðu fjárglæframönnum í bönkunum að vaða uppi - sem tóku þátt í fylleríinu af fullum krafti. Gjörsamlega blindir - heyrnalausir og með hausinn í sandinum eða þaðan af verri stað sem nú er staðsettur í seðlabankanum

Og þjóðir heimsins undrast. Og fólkið undrast - reiðist og segir NEI.

Áfram Ísland. Nú er að duga eða drepast.

Burtu með þetta lið - NÚNA.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband